fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024
Eyjan

Brestir hjá Vinstri grænum – og Sjálfstæðismenn koma til varnar

Egill Helgason
Þriðjudaginn 5. júní 2018 09:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það var merkilegt að heyra í eldhúsdagsumræðum í gær að Sjálfstæðismenn skutu skildi fyrir Vinstri græn – stóðu í vörn fyrir samstarfsflokkinn. Líklegasta skýringin á þessu er auðvitað sú að Sjálfstæðismenn skynji veikleika innan Vinstri grænna og telji að stjórnarsamstarfið gæti verið í hættu. Þetta getur auðvitað virkað öfugt. Sjálfstæðisflokknum líður ágætlega í þessari ríkisstjórn og Framsókn heyrist ekki kvarta heldur.

Vinstri græn fóru mjög illa út úr sveitarstjórnakosningunum og svo mæta þeir í þingið fáum dögum eftir með afar óvinsælt frumvarp um lækkun auðlindagjalds. Þurfa meira að segja að mæla fyrir því.

Stjórnarandstaðan finnur brestina í þessu og hamast bókstaflega í VG. Sjálfstraustið í flokknum hefur minnkað mikið síðan ríkisstjórnin var mynduð í nóvember. Verkefnin eru kannski heldur ekki jafn spennandi og virtist þegar stjórnin tók við – síðan þá hafa horfurnar í þjóðarbúskapnum versnað talsvert. Stjórnin mun þurfa að glíma við samdrátt á ýmsum sviðum, fær ekki bara að eyða fé í góð og áhugaverð verkefni.

Því skal svosem ekki spáð hérna að Vinstri græn slíti ríkisstjórnarsamstarfinu í bráð. Það er að koma sumarfrí. En baklandið í flokknum er farið að ókyrrast verulega. Það hefur ekki alltaf þótt góðri lukku að stýra að vera minni flokkur í ríkisstjórn, en þó með forsætisráðherrann. Halldór Ásgrímsson fékk að kynnast því á sínum tíma. Hann tók ótal högg fyrir Sjálfstæðisflokkinn og gafst loks upp.

En svo er náttúrlega hitt að ekki liggur í augum uppi hvort önnur ríkisstjórn er í kortunum. Maður sér að Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur renna nokkuð eðlilega saman í bæjarstjórnum. Áhuginn virðist minni á að starfa með Viðreisn og Miðflokknum. En það eru ekki miklir möguleikar á öðru stjórnarmynstri á Alþingi og í raun líklegra að enn yrði boðað til kosninga ef Vinstri græn gæfust upp.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Fjármálaráð gefur verkum ríkisstjórnarinnar falleinkunn

Orðið á götunni: Fjármálaráð gefur verkum ríkisstjórnarinnar falleinkunn
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Misheppnuð tilraun snýst um prinsipp

Þorsteinn Pálsson skrifar: Misheppnuð tilraun snýst um prinsipp
Eyjan
Fyrir 1 viku

Halla Hrund bætir enn við fylgi sitt og fylgi Katrínar minnkar

Halla Hrund bætir enn við fylgi sitt og fylgi Katrínar minnkar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Stórskaðlegur og bannaður nagladekkjadans dunar áfram – Tugir deyja, ekkert mál?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Stórskaðlegur og bannaður nagladekkjadans dunar áfram – Tugir deyja, ekkert mál?