fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024
Eyjan

Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í borginni

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 25. apríl 2018 08:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt nýrri könnun Fréttablaðsins er Sjálfstæðisflokkurinn stærstur flokka í Reykjavík, fær 30,2 prósent og átta menn kjörna. Samfylking fær 25.7 prósent og sjö menn kjörna. Píratar fá 10.7 prósent og tvo menn kjörna. Vinstri grænir fá 7.6 prósent, eins og Miðflokkurinn og fá þeir tvo menn kjörna. Viðreisn fær 7.2 prósent og samkvæmt útreikningum Fréttablaðsins dugar það fyrir tveimur mönnum. Framsóknarflokkurinn fær 3.6 prósent og engan mann kjörinn, en litlu má muna að þeir nái manni af Viðreisn.

Meirihlutinn er því með 11 menn af 23, sem þýðir að fjórði flokkurinn þyrfti að ganga til liðs við Samfylkingu, Pírata og VG til að mynda meirihluta.

Af minni framboðum má nefna Kvennalistann sem fékk 1.4 prósent, Sósíalistaflokkurinn eitt prósent, og Flokkur fólksins eitt prósent. Önnur framboð fengu minna.

Alls 7.4 prósent þeirra sem afstöðu tóku sögðust ætla að kjósa önnur framboð en þau sem náðu inn manni, en samtals eru 17 framboð í Reykjavík.

 

Hringt var í 1.017 manns með lögheimili í Reykjavík þar til náðist í 801 samkvæmt lagskiptu úrtaki 24. apríl. Svarhlutfallið var 78,8 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir aldri. Alls tóku 50,8 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar. Þá voru 11,3 prósent sem sögðust ekki ætla að kjósa eða ætla að skila auðu, 16,6 prósent sögðust óákveðin og 21,3 prósent vildu ekki svara spurningunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sex milljóna stjórnendadegi borgarinnar lauk með móttöku í boði borgarstjóra

Sex milljóna stjórnendadegi borgarinnar lauk með móttöku í boði borgarstjóra
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Halla Hrund með góða forystu í nýrri könnun

Halla Hrund með góða forystu í nýrri könnun
Eyjan
Fyrir 1 viku

Undirrita samninga við Neos-flugfélagið um leiguflug

Undirrita samninga við Neos-flugfélagið um leiguflug
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir forsetaframboðið ekki vera viðbrögð við því að leggja eigi starfið hennar niður

Segir forsetaframboðið ekki vera viðbrögð við því að leggja eigi starfið hennar niður