fbpx
Laugardagur 04.maí 2024
Eyjan

Gunnar Smári skammar kjósendur – Segir þá hafa fært elítunni öll völd „með aðgerðarleysi“

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 25. apríl 2018 11:55

Gunnar Smári Egilsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnar Smári Egilsson, stofnandi Sósíalistaflokks Íslands, kann almenningi litlar þakkir fyrir meðhöndlun valds síns sem kjósenda, ef marka má orð hans á Facebook í dag. Hann virðist ekki par ánægður með að þeir hafi með „aðgerðaleysi“ sínu komið hinum ríku og elítunni í kringum þá, til valda:

„Þið áttið ykkur á að eftir að kosningaréttur varð almennur þá hafið þið völdin. Hinir ríku og elítunnar, sem þjóna þeim, eru með þau völd sem þið hafið fært þeim með aðgerðarleysi ykkar,“

segir Gunnar Smári.

Hann líkir þessu „ástandi“ við vistarbandið til forna:

„Þetta ástand er svipað og ef vistarböndin hefðu í raun haldið áfram eftir að þau voru felld niður; að vinnufólkið hefði bundið sig sjálft og sjálfviljug í ánauðarvinnu og geldlífi hjá stórbændum, kosið eymd og kúgun fremur en frelsi og gjöfult líf.“

Þá segir Gunnar að almenningur kjósi að nýta ekki vald sitt sem lýðræðið færði þeim:

„Lýðræðið færði almenningi völdin en hann hefur hingað til kosið að taka þau ekki. Almenningur hefur öll völd. Hann þarf bara að taka þau og nýta þau sér í hag.“

 

Í athugasemdarkerfinu er Gunnari vinsamlegast bent á, að kannski hljómi færsla hans eins og skammarræða.  Betur færi á að orða þetta á annan hátt, sem næði betur til kjósenda.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Snorri Jakobsson: Fjárfestar hafa flutt sig af hlutabréfamarkaði yfir á fasteigna- og lóðamarkað

Snorri Jakobsson: Fjárfestar hafa flutt sig af hlutabréfamarkaði yfir á fasteigna- og lóðamarkað
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Baldur um viðtalið umdeilda: „Ef ég hefði sagt eitthvað annað, þá hefði ég sagt ósatt“

Baldur um viðtalið umdeilda: „Ef ég hefði sagt eitthvað annað, þá hefði ég sagt ósatt“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Flestir kjósa til vinstri, líka hægrimenn

Sigmundur Ernir skrifar: Flestir kjósa til vinstri, líka hægrimenn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Katrín græðir tæpast á tengslum við handlangara Bjarna Ben

Orðið á götunni: Katrín græðir tæpast á tengslum við handlangara Bjarna Ben