fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024
Eyjan

Forsætisráðherra í heimsóknarhug

Trausti Salvar Kristjánsson
Föstudaginn 19. janúar 2018 11:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Forsætisráðherra og Seðlabankastjóri.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var á faraldsfæti í gær, en hún heimsótti bæði umboðsmann barna og Seðlabankann. Umboðsmaður barna, Salvör Nordal, gerði Katrínu grein fyrir stefnumótun og áherslum embættisins fyrir tímabilið 2018 til 2022.

Fram kom að embættið telur brýnt að efla stefnumótun á mörgum sviðum sem tengjast börnum. Grunnur að því sé greining á stöðu barna í íslensku samfélagi.

Rætt var um hagsmuni barna og réttindi og þá hugarfarsbreytingu sem fylgir lögfestingu Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, einkum vegna áherslu hans á mikilvægi þess að hlustað sé á sjónarmið barna í öllum þeim málum er þau varða. Miklu skipti að við allar ákvarðanir stjórnvalda séu hagsmunir barna hafðir í huga og að lagafrumvörp séu sérstaklega rýnd með tilliti til réttinda þeirra og hagsmuna.

Þá voru ræddar leiðir til að auka áhrif barna í samfélaginu og rétt barna til að láta skoðanir sínar í ljós um mál eins og Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun.

 

Þá ræddi forsætisráðherra við stjórnendur og annað starfsfólk Seðlabankanns í gær einnig. Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, tók á móti Katrínu og kynnti umfangsmikla starfsemi bankans. Þau ræddu meðal annars endurskoðun á ramma peningastefnu sem nú er í vinnslu, stöðu efnahagsmála og breytingar sem orðið hafa á starfsemi Seðlabankans á síðustu árum. Katrín var sérstaklega ánægð að sjá aukinn hlut kvenna og eru konur nú um helmingur starfsmanna og stjórnenda bankans.

Segja má að hið stóra sparibaukasafn bankans hafi þó verið hápunktur heimsóknarinnar vegna þess að Katrín er mikil áhugakona um verndun sparibauka. Sparibaukasafn bankans samanstendur af sparibaukum frá bönkum og sparisjóðum á síðustu öld. Þó safnið sé stórt þá vantar enn einhverja útgefna sparibauka landsins í það. Katrín benti þá á að hún gæti aukið verðgildi safnsins með nokkrum vel völdum menningarperlum úr eigin safni og leist Seðlabankastjóra vel á þá hugmynd.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Snorri Jakobsson: Fjárfestar hafa flutt sig af hlutabréfamarkaði yfir á fasteigna- og lóðamarkað

Snorri Jakobsson: Fjárfestar hafa flutt sig af hlutabréfamarkaði yfir á fasteigna- og lóðamarkað
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Baldur um viðtalið umdeilda: „Ef ég hefði sagt eitthvað annað, þá hefði ég sagt ósatt“

Baldur um viðtalið umdeilda: „Ef ég hefði sagt eitthvað annað, þá hefði ég sagt ósatt“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Flestir kjósa til vinstri, líka hægrimenn

Sigmundur Ernir skrifar: Flestir kjósa til vinstri, líka hægrimenn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Katrín græðir tæpast á tengslum við handlangara Bjarna Ben

Orðið á götunni: Katrín græðir tæpast á tengslum við handlangara Bjarna Ben