fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Eyjan

Starfsgreinasambandið krefst hækkun atvinnuleysisbóta – Eru langt frá lágmarksframfærsluviðmiðum

Trausti Salvar Kristjánsson
Föstudaginn 12. janúar 2018 12:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambands Íslands. Mynd/sgs.is

Starfsgreinasamband Íslands sendi frá sér ályktun í dag þar sem gagnrýnt er að atvinnuleysisbætur séu langt frá lágmarksframfærsluviðmiðum. Tekið er fram að lágmarkslaun hafi á síðastliðnum áratug hækkað um 91 prósent, meðan grunnréttur atvinnuleysistrygginga hafi einungis hækkað um 54 prósent og grunnréttur fæðingarorlofsgreiðslna um 51 prósent.

 

 

 
Björn Snæbjörnsson, formaður starfsgreinasambandsins, segir ástandið óþolandi:

„Það er óþolandi að fólk sem verður atvinnulaust skuli hafa dregist svona aftur úr miðað við fólk sem er á vinnumarkaði og við vekjum athygli á því að atvinnuleysisbætur eru 227,000 krónur meðan lágmarkslaun eru 280,000 krónur og hlutfallið þarna á milli hefur aldrei verið meira. Okkur finnst þetta bara ekki verjandi, það er enginn sem gerir það að gamni sínu að lenda á atvinnuleysisbótum.“

Í ályktuninni er gerð skýlaus krafa um að atvinnuleysisbætur og fæðingarorlofsgreiðslur fylgi launaþróun og skorað á stjórnvöld að leiðrétta þessa kjaraskerðingu.
Ályktunina má lesa hér:
Ályktun framkvæmdastjórnar um atvinnuleysisbætur og fæðingarorlof

Töluverður árangur náðist í síðustu kjarasamningum um að hækka lægstu laun þó betur megi ef duga skal, enda ná þau ekki enn lágmarksframfærsluviðmiðum. Ef tekið er mið af umsaminni hækkun sem kemur til framkvæmda í maí á þessu ári, verði samningum ekki sagt upp, hafa lágmarkslaun hækkað um 91% á áratug. Á sama tíma hefur grunnréttur atvinnuleysistrygginga hækkað um 52,09% og grunnréttur til fæðingarorlofsgreiðslna hækkað um 51% (hámarksrétturinn hækkað um 30%). Það er því ljóst að hvorki atvinnuleysistryggingar né fæðingarorlofsgreiðslur fylgja launaþróun. Það er skýlaus krafa framkvæmdastjórnar Starfsgreinasambandsins að atvinnuleysisbætur og fæðingarorlofsgreiðslur fylgi launaþróun enda er það hluti af kjörum fólks. Sú staðreynd að viðmiðin hafa dregist svo afturúr hækkun lágmarkslauna er kjaraskerðing þeirra sem þurfa að reiða sig á bætur vegna atvinnuleysis eða fjölgunar í fjölskyldunni. Skorað er á stjórnvöld að leiðrétta þessa kjaraskerðingu og tryggja að bætur fylgi hér eftir umsömdum hækkunum á lágmarkslaunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins til liðs við kosningateymi Katrínar

Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins til liðs við kosningateymi Katrínar
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Jóhann Páll Jóhannsson á Alþingi: Hákarlar margfalda höfuðstól smálána – veiðileyfi í boði ríkisstjórnarinnar

Jóhann Páll Jóhannsson á Alþingi: Hákarlar margfalda höfuðstól smálána – veiðileyfi í boði ríkisstjórnarinnar
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Enginn ágreiningur milli Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks um opinbera þjónustu og skatta

Ólafur Þ. Harðarson: Enginn ágreiningur milli Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks um opinbera þjónustu og skatta