fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Eyjan

Sjálfstæðisflokkurinn í borgarstjórn – nú er hún Snorrabúð stekkur

Egill Helgason
Laugardaginn 9. desember 2017 09:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einu sinni var það reglan í Sjálfstæðisflokknum að ungir karlmenn úr Reykjavík, gjarnan menntaðir í Menntaskólanum í Reykjavík og í lagadeildinni í Háskólanum, uppfóstraðir í Heimdalli, yrðu borgarstjórar í Reykjavík. Það var svo áfangi á leið þeirra til að að komast alla leið í forsætisráðuneytið.

Svona var þetta með Bjarna Benediktsson, Geir Hallgrímsson, Gunnar Thoroddsen og Davíð Oddsson. Jón Þorláksson var reyndar fyrst forsætisráðherra, svo borgarstjóri í Reykjavík.

En nú er hún Snorrabúð stekkur. Sjálfstæðisflokkurinn er hvergi veikari en í Reykjavík – sínu gamla höfuðvígi. Og nú virðist flokkurinn ekki hafa önnur ráð varðandi borgina en að að sækja fólk út á land til að stilla upp í borgarstjórnarkosningum. Flokkurinn í Reykjavík virðist ekki skila nógu góðum efnivið og máski eru tækifærin sem felast í setu í borgarstjórn ekki svo heillandi lengur.

Fyrir síðustu kosningar var Halldór Halldórsson sóttur vestur á firði. Það gafst mátulega vel og nú er Halldór að hætta. Páll Magnússon hefur verið nefndur oftar en einu sinni, hann er Vestmananaeyingur sem býr í Garðabæ. En nú er oftast talað um Unni Brá Konráðsdóttur. Hún er dottin út af þingi eftir að hafa verið forseti Alþingis um stutt skeið,  var um hrið sveitarstjóri í Rangárþingi eystra og svo þingmaður Suðurlandskjördæmis.

Leiðtogaprófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fer fram 27. janúar næstkomandi. Enn hefur ekki frést hverjir af borgarfulltrúm Sjálfstæðisflokksins sem nú sitja ætla að vera í kjöri. En þeir koma ekki vel út úr þessari umræðu.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Jarðarfararblús

Óttar Guðmundsson skrifar: Jarðarfararblús
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Halla Hrund komin með forystu í nýrri skoðanakönnun – Skýtur Katrínu og Baldri ref fyrir rass

Halla Hrund komin með forystu í nýrri skoðanakönnun – Skýtur Katrínu og Baldri ref fyrir rass
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Vilja gera Snæfellsjökul að forseta Íslands

Vilja gera Snæfellsjökul að forseta Íslands
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Hallgrímur vandar Katrínu ekki kveðjurnar- „Er einhver munur á VG og XD?“

Hallgrímur vandar Katrínu ekki kveðjurnar- „Er einhver munur á VG og XD?“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?