Stjórnarmyndunarviðræður Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar eru komnar á það stig
að byrjað er að ræða skiptingu ráðuneyta. Gengið er út frá því að Katrín Jakobsdóttir, formaður VG verði forsætisráðherra. Þá munu VG og Framsóknarflokkurinn fá þrjú ráðuneyti hvor samkvæmt RÚV. Einnig er byrjað að skrifa drög að málefnasamningi sem lagður verður fyrir flokksráð VG á laugardag, að því er kemur fram á Vísi.
Varðandi skiptingu ráðuneyta sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins þetta við Vísi:
„Þetta er bara eitt af því sem við þurfum að ræða og erum að ræða þannig að það mun skýrast.-/-
Við erum annars að vegar að viða að okkur efni og hins vegar að skrifa málefnasamning,
þannig að það er svona ýmislegt í gangi.“