fbpx
Laugardagur 16.ágúst 2025
Eyjan

Jón Steinar um hegðun sína við hæstaréttardómara: „Það var vondur hugur í mér“

Trausti Salvar Kristjánsson
Miðvikudaginn 15. nóvember 2017 09:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Steinar Gunnlaugsson

Eins og fram hefur komið í fréttum hefur hæstaréttarlögmaðurinn Benedikt Bogason stefnt fyrrverandi hæstaréttarlögmanninum Jóni Steinari Gunnlaugssyni, fyrir meiðyrði í nýútkominni bók Jóns Steinars.

Í bókinni sakar Jón Steinar Hæstarétt um að hafa gerst sekan um dómsmorð er hann dæmdi Baldur Guðlaugsson
fyrir innherjasvik og brot í opinberu starfi árið 2012. Jón Steinar var vanhæfur til að dæma í máli Baldurs
þar sem þeir Baldur hafa verið vinir um langt skeið.
Í stefnu Benedikts segir að Jón Steinar hafi:

„…ítrekað gert sér ferð inn á skrifstofur dómara í málinu, einkum eftir að málflutningi lauk og þar til dómur féll, hvar hann leitaðist við að hafa áhrif á hvernig þeir myndu dæma málið efnislega. […] Þetta gerði stefndi þvert gegn venju og óskráðum siðareglum sem fylgt er í Hæstarétti enda á dómari sem ekki situr í máli og hefur ekki hlýtt á málflutning í málinu ekkert með að blanda sér með þessum hætti í meðferð þess. Þetta á enn frekar við þegar viðkomandi dómari er vanhæfur til þess að fara með viðkomandi mál sökum vinatengsla við aðila máls.“

Jón Steinar sat fyrir svörum í fréttaþættinum Kveik í gær á RÚV. Hann sagðist í fyrstu ekki muna svo gjörla hvað hann gerði eða sagði meðan málinu stóð, en sagði þó hugsanlegt að hann hafi haft einhver orð um málið innanhúss, það væri daglegur viðburður í Hæstarétti að dómarar töluðu sín á milli um sakarefni mála. Jón Steinar kannaðist ekki heldur við að hafa lagt fram skjal fyrir dómara Hæstarétts, sem minnst er á í stefnunni, fyrr en Helgi Seljan fréttamaður RÚV sýndi honum umrætt skjal:

„Já. Já, það er alveg hugsanlegt að ég hafi samið þetta. Ég ætla ekkert að efast um að ég kunni að hafa gert það, því það var vondur hugur í mér þegar ég fylgdist með þessu. En hafi ég gert þetta og lagt þetta fyrir þá, það er þá ekki hægt að segja að ég hafi ekki lagt til þeirra upplýsingar sem ég taldi að skiptu máli um þetta.“

Aðspurður hvort slík framkoma standist lagareglur, svaraði Jón Steinar:

„Það er ekkert sem bannar það. Ég er að reyna að segja þér það Helgi.  Að það er ekkert sem bannar þetta engin bein lagaákvæði eða þess háttar. Það er algengt, þó það eigi kannski ekkert að vera það, að dómarar fara á milli herbergja og ræða hver við annan um sakarefni málanna þó að það sé við dómara sem ekki eiga sæti í málinu. Þetta þekkist auðvitað víða.“

Hvort slíkt gilti einnig um dómara sem væri vanhæfur að dæma í málinu
sökum vinskapar við ákærða sagði Jón Steinar:

„Eins og ég nefndi áðan þá var það kannski ámælisverðara af minni hálfu
að gera þetta af því að það var þarna vinur minn sem átti í hlut en ég auðvitað
horfði fram á það að hér ætti að fara að drýgja dómaraverk sem ekki átti að drýgja.
Og ég hef þá bara viljað koma í veg fyrir það, eða stuðla að því að það væri ekki.
Og kannski hef ég bara haft öfug áhrif með það, það getur vel verið sko,“

 

sagði Jón Steinar í fréttaþættinum Kveik á RÚV í gær.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Fjármálalesblinda

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Fjármálalesblinda
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Hin raunverulega ástæða fyrir málþófinu um veiðigjöldin

Orðið á götunni: Hin raunverulega ástæða fyrir málþófinu um veiðigjöldin
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða