fbpx
Þriðjudagur 12.ágúst 2025
Eyjan

Þurfum að vera á tánum gagnvart Bandaríkjunum til að gæta okkar hagsmuna

Ari Brynjólfsson
Föstudaginn 20. janúar 2017 14:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump ásamt eiginkonu sinni við Lincoln-minnismerkið í Washington D.C. í morgun. Mynd/Getty
Donald Trump ásamt eiginkonu sinni við Lincoln-minnismerkið í Washington D.C. í morgun. Mynd/Getty

„Það sem ég hef fyrst og fremst áhyggjur af er hans afstaða í stærstu viðfangefnum samtímans, þá er ég að tala um annars vegar loftslagsmál og hins vegar afstöðuna til misskiptingar í heiminum, félagslegs misréttis og ójöfnuðar. Það hvernig hann kemur fram í þessari umræðu er náttúrulega leiðandi í opinberri umræðu á heimsvísu, þannig að það kann að vera að fyrir hans tilstuðlan þá verðum við fyrir einhvers konar bakslagi í þessum efnum. Ég nefni líka umræðuna um konur, um minnihlutahópa o.s.f.v. sem ekki síður kemur til með að hafa áhrif á heimavelli.“

Þetta sagði Svandís Svavarsdóttir þingmaður Vinstri grænna í þættinum Morgunvaktin á Rás 1 í morgun, ræddi hún, ásamt Birgi Ármannssyni þingmanni Sjálfstæðisflokksins, um Donald Trump sem tekur við embætti forseta Bandaríkjanna á fimmta tímanum í dag.

Svandís Svavarsdóttir, þingkona VG. Eyjan/Gunnar
Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna. Eyjan/Gunnar

Trump er mjög umdeildur, bæði í Bandaríkjunum sem og víðar í heiminum. Hafa margir gagnrýnt stefnu hans í utanríkismálum, bæði varðandi Atlantshafsbandalagið sem og múr við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó. Orðræða Trump hefur farið fyrir brjóstið á mörgum og segir Svandís að ef maður í svo valdamiklu og virtu embætti tali niðrandi um konur og minnihlutahópa þá geti það haft áhrif á almenna orðræðu á heimsvísu:

„Þarna er því gefinn byr undir báða vængi að það sé eðlilegt að tjá sig með þeim hætti að gera lítið úr fötluðum, lítillækka konur og svo framvegis. Þetta er auðvitað þannig að maður í þessari stöðu hefur gríðarlega mikil og mótandi áhrif á alla samfélagsumræðuna þvert á landamæri. Þannig að þetta kann að vera, þegar að verður litið til baka, ein af mikilvægustu áhrifum Donalds Trump í sögunni.“

Stefnubreyting myndi snerta fleiri lönd en bara Ísland

Birgir Ármannsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins og Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra.
Birgir Ármannsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins og Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra.

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi að þrátt fyrir misvísandi yfirlýsingar af hálfu Trump þá eigi hann ekki von á mikilli stefnubreytingu hjá Bandaríkjunum þegar kemur að varnarsamstarfi vestrænna ríkja. Sagði ráðherra að grannt yrði fylgst með þróun mála:

„En ef til þess kæmi þá myndi það snerta fleira en bara Ísland. Það myndi snerta öll aðildarríki Nató og öll ríki heims ef út í það er farið,“

sagði Guðlaugur Þór. Birgir segir að yfirlýsingar Trump valdi vissulega áhyggjum um framtíð samstarfs Íslands við Bandaríkin, ekki einungis hvað varðar varnarsamstarf, en í stóru landi á borð við Bandaríkin taki þó oft einhvern tíma að innleiða stefnu:

Auðvitað verður maður að sjá hvað hann gerir af því sem hann hefur lýst yfir. Yfirlýsingarnar hafa hins vegar verið misvísandi, það er því ekki auðvelt að festa hönd á því hvaða breytingum hann raunverulega hyggst koma á. En þetta snertir okkur auðvitað með margvíslegum hætti og bæði með NATO-ríki, sem samstarfsríki í varnarsamningi og eins eru Bandaríkin auðvitað mikilvægt viðskiptaríki okkar þannig að þetta snertir okkur með ýmsum hætti og gerir það að verkum að við verðum hugsanlega að vera mikið á tánum gagnvart Bandaríkjunum til að gæta okkar hagsmuna.

Ari Brynjólfsson – ari@pressan.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Er samtal svona hættulegt?

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Er samtal svona hættulegt?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Björn Jón skrifar: Keisarinn veginn á kamrinum

Björn Jón skrifar: Keisarinn veginn á kamrinum
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi