fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024
Eyjan

Suður-Kóreumenn bjóða Norður-Kóreumönnum til viðræðna – Vilja létta á spennu á Kóreuskaga

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 17. júlí 2017 10:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kim Jong-un harðstjóri og hershöfðingjar hans fagna eldflaugaskoti.

Stjórnvöld í Seoul hafa sent erindi til nágranna sinna í Pyongyang þar sem þeim er boðið til viðræðna um hernaðar- og mannúðarmál á landamærum landanna til að létta á spennunni sem verið hefur milli landanna og koma aftur á sameiningum fjölskyldna sem skildar voru í sundur í kjölfar Kóreustríðsins. Norður-Kóreumenn hafa ekki svarað þessu tilboðið nágranna sinna í suðri.

Viðbrögð Norður-Kóreumanna verða fyrsti mælikvarðinn á stefnumörkun nýs forseta Suður-Kóreu, Moon Jae-in, í málefnum hinna erfiðu nágranna í norðri. Hinn nýi forseti vill slaka á spennunni og koma á viðræðum í stað vopnaskaks og hótanna. Moon Jae-in heldur því fram að viðræður séu eina lausnin á krísunni sem kjarnavopnatilraunir Norður-Kóreumanna hafa leitt af sér.

Suður-Kóreumenn vilja senda sendinefnd frá hernum til landamæraþorpsins Panmunjom næstkomandi föstudag til að reyna að koma í veg fyrir aðgerðir sem aukið geta á spennu á landamærunum. Frá þessu greindi aðstoðarvarnarmálaráðherra Suður-Kóreu, Suh Choo-Suk fyrr í dag. Slíkur fundur væri fyrsti fundur milli stjórnvalda í Pyongyang og Seoul síðan 2015 og fyrsti fundur forsvarsmanna herja landanna frá 2014.

Moon Jae-in forseti Suður-Kóreu.

Leiðtogi Norður-Kóreu, Kim Jong-un, stakk upp á slíkum viðræðum í ræðu í maí í fyrra en þáverandi forseti Suður-Kóreu, Park Geun-hye, hafnaði tilboðinu og sagði það lagt fram af óheillindum, Norður-Kóreumenn þyrftu fyrst að hætta kjarnavopnatilraunum sínum.

Í kjölfar fyrstu tilrauna Norður-Kóreumanna með langdrægt flugskeyti sem drifið getur milli heimsálfa flutti Moon ræðu í Berlín þar sem hann undirstrikaði vilja stjórnar sinnar til samskipta við nágrannanna í norðri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Snorri Jakobsson: Fjárfestar hafa flutt sig af hlutabréfamarkaði yfir á fasteigna- og lóðamarkað

Snorri Jakobsson: Fjárfestar hafa flutt sig af hlutabréfamarkaði yfir á fasteigna- og lóðamarkað
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Baldur um viðtalið umdeilda: „Ef ég hefði sagt eitthvað annað, þá hefði ég sagt ósatt“

Baldur um viðtalið umdeilda: „Ef ég hefði sagt eitthvað annað, þá hefði ég sagt ósatt“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Flestir kjósa til vinstri, líka hægrimenn

Sigmundur Ernir skrifar: Flestir kjósa til vinstri, líka hægrimenn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Katrín græðir tæpast á tengslum við handlangara Bjarna Ben

Orðið á götunni: Katrín græðir tæpast á tengslum við handlangara Bjarna Ben