fbpx
Laugardagur 04.maí 2024
Eyjan

Bjarni Ben gestur í síðasta Eyjuþætti vetrarins: „Það er góður andi í stjórnarliðinu“

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 9. júní 2017 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra í Eyjunni.

Í síðasta Eyjuþætti vetrarins var gesturinn ekki af verri endanum, Bjarni Benediktsson forsætisráðherra. Bjarni og Björn Ingi Hrafnsson, stjórnandi þáttarins fóru um víðan völl og gera upp nýlokið þing og hvernig samstarfið milli ríkisstjórnarflokkanna hefur gengið.

Bjarni segir að samstarf flokkanna þriggja, Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartar framtíðar hafi gengið eins og best verður á kosið þrátt fyrir að þeir hafi aldrei starfað saman áður.

Það er góður andi í stjórnarliðinu,

segir Bjarni.

Sum mál sem samþykkt hafa verið á ný yfirstöðnu þingi hafa verið umdeild, líkt og jafnlaunavottun sem sumir Sjálfstæðisþingmenn voru mjög andsnúnir. Það mál komst í gegn enda naut það stuðnings fólks úr öllum flokkum og segir Bjarni að stjórnin þiggi allan góðan stuðning til að koma málum í gegn.

Þrátt fyrir ákveðna erfiðleika er það mat Bjarna að stjórnin hafi aldrei staðið tæpt eða stjórnin aldrei verið í hættu. Hann viðurkennir þó að ekki hafi verið mikið af „risa kerfisbreytingum“ á þessu þingi en væntingar um slíkt hafi ekki verið sanngjarnar. Næsta þing verði annars eðlis enda er það heill þingvetur en ekki styttra þing eins og það sem nýlokið er.

Aðspurður hvers vegna atkvæðagreiðsla um áfengisfrumvarpið svokallaða hafi ekki farið fram til að ljúka því hitamáli með lýðræðislegum hætti segir Bjarni að hann sé þeirrar skoðunar að taka þurfi þingsköpin til endurskoðunar svo að mál geti lifað innan kjörtímabils í stað þess að taka þurfi þau upp á nýtt á hverju þingi.

Ég hef talað fyrir því að forseti Alþingis fái aukin völd til þess að stjórna þinginu. Það sem kemur í veg fyrir að það sé gert er minnihlutavernd, það eru uppi sjónarmið um það að þá muni meirihluti þingisins alltaf [valta yfir, innsk. þáttarstjórnanda], já. Við eigum bara að ræða það,

segir forsætisráðherra og segir mikilvægustu breytingarnar sem hægt væri að gera þær að forsetinn myndi úthluta þingmönnum umræðutíma.

Margir hafa gagnrýnt stuttan starfstíma þingsins sem lítið hefur breyst á undanförnum áratugum. Það er ekki mat forsætisráðherra að lengri starfstími myndi skila sér í meiri afköstum, þvert á móti gætu mál dregist að tilefnislausu. Bjarni segir að sá tími sem þing standi nú, frá september til maí/júní eigi að duga, í mun fjölmennari löndum dugi svipaður tímarammi til að sinna málum þingsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Snorri Jakobsson: Seðlabankinn eins og hundur sem eltir skottið á sér

Snorri Jakobsson: Seðlabankinn eins og hundur sem eltir skottið á sér
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Halla Hrund flýgur á toppinn – skjálftavirkni eykst

Orðið á götunni: Halla Hrund flýgur á toppinn – skjálftavirkni eykst
Eyjan
Fyrir 1 viku

Halla Hrund komin með forystu í nýrri skoðanakönnun – Skýtur Katrínu og Baldri ref fyrir rass

Halla Hrund komin með forystu í nýrri skoðanakönnun – Skýtur Katrínu og Baldri ref fyrir rass
Eyjan
Fyrir 1 viku

Snorri Jakobsson: Fyrstu vaxtahækkanirnar 2021 voru bara upp á punt – þær síðustu of miklar

Snorri Jakobsson: Fyrstu vaxtahækkanirnar 2021 voru bara upp á punt – þær síðustu of miklar