fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Eyjan

Frönsku forsetakosningarnar og hryðjuverkin

Egill Helgason
Föstudaginn 21. apríl 2017 11:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er draumur íslamskra fasista að til valda komist Evrópulöndum stjórnmálamenn eins og Marine Le Pen. Það eru einmitt viðbrögðin sem þeir vonast eftir. Og það hefur löngum verið vitað að einn helsti möguleiki Le Pen til að sigra í forsetakosningunum í Frakklandi er fólginn í því að íslamistar nái að vinna nógu stórt ódæði dagana fyrir kosningarnar.

Í gær var lögreglumaður skotinn til bana við Champs Elysées. Þetta er strax orðið vatn á myllu Le Pen. Horfurnar fyrir fyrri umferð kosninganna á sunnudag eru tvísýnar. Le Pen virðist örugg að komast í seinni umferðina – og það er möguleiki að þangað fari líka vinstrimaðurinn Mélanchon. Það væru þá ysta hægrið og ysta vinstrið sem tækjust á í kosningunum. Enn er þó líklegast að það verði miðjumaðurinn Emmanuel Macron sem keppir við Le Pen í seinni umferðinni. Hann leiðir í flestöllum skoðanakönnunum, en varla er nema sjónarmunur á honum og Le Pen.

Það er athyglisvert að ekkert þeirra þriggja kemur úr hinum hefðbundnu fylkingum sem hafa átt forsetann í Frakklandi allan tíma fimmta lýðveldisins, eða frá 1958. Repúblikanahreyfingin sem byggir á arfleifð De Gaulles býður fram Francois Fillon, en hann er mjög veiklaður vegna spillingarmála. Sósíalistaflokkurinn, sem er í algjörri rúst eftir valdatíð Francoise Holland, býður fram Benoit Hamon. Fillon hefur aðeins náð að rétta hlut sinn í skoðanakönnunum, er með í kringum 20 prósent, en Hamon er ekki með nema 7-8 prósent.

En eins og áður segir var viðbúið að íslamistar reyndu að fremja hryðjuverk í aðdraganda kosningana. Þau gætu orðið fleiri. Viðbúnaður lögreglunnar er mikill en það tókst ekki að koma í veg fyrir ódæðið í gær. Nú er það yfirgnæfandi í allri kosningaumfjölluninni.

Það er gott að hafa í huga þessi orð ísraelskra sagnfræðingsins Yuval Noah Harari, þau birtust í fréttaskýringaþættinum Newsnight á BBC. Bækur Hararis Sapiens og Homo Deus hafa náð metsölu víða um heim, langt út fyrir samfélag fræðanna. Þetta er einstaklega höfundur sem sér hluti í stóru samhengi.  Þeir sem ala á ótta eru hættulegri en hryðjuverkamennirnir og sagan sýnir okkur að viðbrögðin við hryðjuverkum eru háskalegri en ódæðin sjálf.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Segir kjósendur bera ábyrgð á þeim stjórnmálamönnum sem þeir kjósa

Segir kjósendur bera ábyrgð á þeim stjórnmálamönnum sem þeir kjósa
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum