fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Eyjan

Ferðamenn snæða og klæða sig spart

Ari Brynjólfsson
Þriðjudaginn 21. mars 2017 12:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mynd/Getty

Kortavelta erlendra ferðamanna fer minnkandi miðað við aukningu í ferðamannafjölda. Veltan nam tæmum 17 miljörðum króna í febrúar í fyrra sem er 30% aukning á einu ári, en að sama skapi hefur fjöldi fólks sem sækir landið heim aukist um tæplega 47% á þessu eina ári. Þetta byggir á upplýsingum frá Rannsóknarsetri verslunarinnar. Þetta þýðir aðeins eitt: ferðmenn eru byrjaðir að draga útgjöld sín saman.

Þessa þróun má að miklu leyti rekja til hækkandi gengis krónunnar miðað við erlenda gjaldmiðla, en einnig hefur verðlag á ýmissi ferðaþjónustu farið hækkandi.

Ferðamenn hugsa nú einkar hagsýnt í matarmálum og eyða minnu í veitingar á dýrari stöðum. Þess í stað sjást ferðamenn oft versla í matinn eins og heimamenn í hefðbundnum verslunum. Mun þetta vera bein afleiðing af hækkandi verðlagi á veitingastöðum, sem oft markaðsetja vöru sína sérstaklega til túrista.

Einnig verja erlendir gestir minna fé til fatakaupa nú en þeir gerðu í fyrra, en minnkunin nemur 25% á hvern einstakling. Kaup þeirra á dýrum íslenskum útivistarklæðum hafa einkum dregist saman, samkvæmt því er fram kemur í skýrslu Rannsóknarseturs verslunarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Bandaríkin lyfta löngutöng

Sigmundur Ernir skrifar: Bandaríkin lyfta löngutöng
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Séra Örn Bárður Jónsson: Var með doða í öðru heilahvelinu eftir námið

Séra Örn Bárður Jónsson: Var með doða í öðru heilahvelinu eftir námið
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Skrímsladeildin stýrir nú Sjálfstæðisflokknum með hjálp önugra gamlingja

Orðið á götunni: Skrímsladeildin stýrir nú Sjálfstæðisflokknum með hjálp önugra gamlingja
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Hnýtir í Sigríði Andersen og spyr hvort hún sé viljandi að misskilja eða vísvitandi að blekkja

Hnýtir í Sigríði Andersen og spyr hvort hún sé viljandi að misskilja eða vísvitandi að blekkja
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Miðflokkurinn sótti handbók í lýðskrumi til Trump – beinir málflutningi sínum að fólkinu við eldhúsborðið

Orðið á götunni: Miðflokkurinn sótti handbók í lýðskrumi til Trump – beinir málflutningi sínum að fólkinu við eldhúsborðið
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigvaldi Einarsson skrifar: Krónan er fallin í stríðinu – Við eigum engan annan leik en ESB

Sigvaldi Einarsson skrifar: Krónan er fallin í stríðinu – Við eigum engan annan leik en ESB