fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Eyjan

Iðnaðarmenn flestir komnir heim – Varar við of miklum sveiflum á byggingarmarkaði

Ari Brynjólfsson
Mánudaginn 30. janúar 2017 12:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Iðnaðarmenn að störfum. Mynd/DV

Flestir þeir iðnaðarmenn sem fluttust af landi brott til Noregs eftir hrun hafa nú snúið til baka. Mikill samdráttur varð á byggingamarkaði fyrstu misserin eftir hrun og fóru fjölmörg fyrirtæki tengd byggingariðnaðinum í þrot með tilheyrandi atvinnuleysi. Árni Jóhannsson forstöðumaður bygginga- og mannvirkjasviðs Samtaka iðnaðarins var gestur í þættinum Morgunvaktin á Rás 1 í morgun í tilefni Útboðsþings sem var haldið í fösudaginn.

Á Útboðsþinginu kom fram að gert sé ráð fyrir að framkvæma fyrir um 90 milljarða á þessu ári, sambærilegt og í fyrra þegar framkvæmdir jukust töluvert frá árinu 2015. Þetta er meira en tvöföldun frá árunum 2010 til 2012 þegar framkvæmt var fyrir 40 milljarða. Árni segir hins vegar að iðnaðurinn verði ekki sambærilegur og það sem þekktist hér á landi á árunum fyrir hrun, þróunin sé frekar hæg þegar miðað er við árin 2006 til 2008. Þó sé hlutfall erlendra starfsmanna hjá byggingarfyrirtækjum svipað og fyrir hrun.

Árni segir að þeir iðnaðarmenn sem fóru til Noregs til vinnu séu flestir búnir að skila sér heim:

Auðvitað eru alltaf einhverjir sem ílengjast þar sem þeir eru með börn í skóla og svo framvegis, en ég held að gengisfall norsku krónunnar hafi ýtt við fólki að koma heim.

Árni segir þensluna nú vera ofmetna, byggingariðnaðurinn sé varla kominn í meðalumsvif. Hann varar þó við of miklum sveiflum í iðnaðinum og nú ætti að undirbúa hvað taki við þegar uppsveiflu lýkur, þegar einkaaðilar séu ekki að framkvæma þá ættu opinberir aðilar að fjárfesta:

Opinberir aðilar hafa verið að undirbúa fjárfestingar í niðursveiflu, þannig að þeir eru að bæta í á sama tíma og einkaaðilar hafa verið að framkvæma, þegar það ætti að vera öfugt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Dýralæknar, starfseiður þeirra og blóðmerahaldið

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Dýralæknar, starfseiður þeirra og blóðmerahaldið
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ásmundur sendir flokksfélögum sínum pillu – „Forystan hér í bæ kom mér út af listanum“

Ásmundur sendir flokksfélögum sínum pillu – „Forystan hér í bæ kom mér út af listanum“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Hanna Katrín Friðriksson: Landbúnaður getur blómstrað – má ekki víkja um of frá lögmálum markaðarins

Hanna Katrín Friðriksson: Landbúnaður getur blómstrað – má ekki víkja um of frá lögmálum markaðarins
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Margir vilja Guðlaug Þór í forystu í borginni – út með alla núverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins

Orðið á götunni: Margir vilja Guðlaug Þór í forystu í borginni – út með alla núverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hanna Katrín: Veiðigjöld eiga ekki að byggja á innanhússverði hjá fiskvinnslu og veiðum sem eru undir sama hatti

Hanna Katrín: Veiðigjöld eiga ekki að byggja á innanhússverði hjá fiskvinnslu og veiðum sem eru undir sama hatti
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Egill afi og Grettir taka stúdentinn

Óttar Guðmundsson skrifar: Egill afi og Grettir taka stúdentinn