fbpx
Þriðjudagur 11.nóvember 2025
Eyjan

Mikill fjöldi sveitarfélaga – en íbúum fækkar í flestum

Egill Helgason
Laugardaginn 24. september 2016 00:49

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þetta er merkilegt kort sem Sigurður Á. Snævarr hagfræðingur birti á fjármálaráðstefnu Sambands íslenskra sveitarfélaga í gær.

Kortið sýnir mannfjöldaþróun í sveitarfélögum á Íslandi milli 2002 og 2016.. Eins og sjá má fjölgar fólki Suðvestanlands og alls staðar þegar nær dregur höfuðborgarsvæðinu.

Það er fjölgun á Akureyri og á Eyjafjarðarsvæðinu og austur á Fljótsdalshéraði og í Fjarðabyggð. Alls fækkar fólki í 42 sveitarfélögum en fjölgar í 32.

Sigurður sagði á ráðstefnunni:

Langvarandi fækkun á ákveðnum landsvæðum er grafalvarlegur hlutur. Þar er hætta á að sveitarfélögin verði ekki sjálfbær, hvorki fjárhagslega né félagslega.

Það er annað á kortinu sem vekur spurn – nefnilega fjöldi sveitarfélaganna. Það er feikilega vel í lagt að hafa 74 sveitarfélög í svo fámennu landi. En tregðulögmál valda því að erfitt reynist að fækka sveitarfélögunum.

 

 

MANNFJ0LDAKORT

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Mikil mistök að sameinast Kjarnanum

Reynir Traustason: Mikil mistök að sameinast Kjarnanum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: „Haltu kjafti, gamla fiskibollan þín!“

Reynir Traustason: „Haltu kjafti, gamla fiskibollan þín!“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Tók bara utan um stefnuvottinn og þakkaði honum fyrir að koma með bréfið

Reynir Traustason: Tók bara utan um stefnuvottinn og þakkaði honum fyrir að koma með bréfið
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Nú vaknar Vilhjálmur upp við áralangt sukk

Orðið á götunni: Nú vaknar Vilhjálmur upp við áralangt sukk