fbpx
Fimmtudagur 13.nóvember 2025
Eyjan

Paul Kantner 1941-2016

Egill Helgason
Föstudaginn 29. janúar 2016 08:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

1978 var stóra tónleikaárið mitt. Ég sá Bowie í Marseille, Dylan tvívegis í París – í þeirri frægu tónleikaferð sem síðar kom út á tvöfaldri plötu kenndri við tónleikahúsið Budokan. Ég sá Frank Zappa og Peter Gabriel á Knebworth hátíðinni í Englandi.

En tónleikarnir sem ég hlakkaði eiginlega mest til að fara á voru aldrei haldnir. Þetta var gigg með hljómsveitinni Jefferson Starship í París. En áður en til kom leystist hljómsveitin upp í rifrildi – og væntanlega fylleríi og neyslu líka. Ég komst ekki á tónleikana og held ég hafi ekki fengið miðana endurgreidda. Ég er ennþá svolítið spældur.

Jefferson Starship var samansett úr fyrrum meðlimum hljómsveitarinnar Jefferson Airplaine, Grace Slick, Marty Balin og Paul Kantner. Þau voru sterkir persónuleikar, gátu stundum unnið saman og stundum ekki. Kantner og Slick voru hjón um tíma, eignuðust stúlku sem hét China Wing. Það var afar hippalegt.

Þau voru öll forsöngvarar, Kantner, Balin og Slick og eitt aðaleinkenni tónlistarinnar, fyrir utan stóran og breiðan hljóm, er hvernig raddir þeirra vefjast sundur og saman.

Hér er myndband við lag Kantners, Have You Seen the Stars Tonite. Hann var alla tíð heillaður af vísindaskáldskap. Þarna bregður fyrir ýmsum þekktum andlitum úr tónlistarsenunni í Kaliforníu á hippatímanum. Lagið er af plötunni Blows Against the Empire sem kom út 1970 – löngu á undan Star Wars.

Ég sé í fjölmiðlum í morgun að Paul Kantner hafi dáið úr hjartabilun, 74 ára að aldri.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Hjólað í snjókomu

Óttar Guðmundsson skrifar: Hjólað í snjókomu
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Dagur B. Eggertsson: Fórnarlömb málþófsins fjölmörg – auka álagið á þingið í vetur

Dagur B. Eggertsson: Fórnarlömb málþófsins fjölmörg – auka álagið á þingið í vetur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Ég ætla ekki að berja þig, Sveinn Andri, ég kæri þig til siðanefndar lögmanna

Reynir Traustason: Ég ætla ekki að berja þig, Sveinn Andri, ég kæri þig til siðanefndar lögmanna
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Það verður bara að buffa þá, sagði yfirlögregluþjónninn

Reynir Traustason: Það verður bara að buffa þá, sagði yfirlögregluþjónninn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis