fbpx
Fimmtudagur 13.nóvember 2025
Eyjan

Bankaplokkið – svakalegur kostnaður neytenda

Egill Helgason
Fimmtudaginn 28. janúar 2016 17:16

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á þessari síðu hefur oft verið vakin athygli á hinu óskaplega peningaplokki banka – sem lýsir sér meðal annars í alls konar færslugjöldum. Launþegar eiga ekki annan kost en að láta banka sýsla með fé sitt – það tíðkast ekki að borga út í reiðufé, eins og ætti í raun að vera sjálfsagður valkostur fyrir þá sem vilja. Nei, allir peningarnir þurfa að fara í gegnum banka.

Bankarnir rukka svo fólk fyrir að nota rafræna peninga – við erum oft í þeirri stöðu að borga bönkunum fyrir að fá að nota okkar eigin fé.

Þetta eru ekki stórar fjárhæðir í hvert skipti, auðvitað ekki, en safnast þegar saman kemur og fyrir bankana eru þetta gríðarlegar fjárhæðir. Hver færsla á debetkorti kostar hátt í 20 krónur. Það er varla tilviljun að hraðbankar eru óvíða í Reykjavík – það er miklu hagkvæmara fyrir bankana að passa upp á að fólk noti kortin sí og æ.

Gylfi Magnússon, hagfræðingur og fyrrverandi ráðherra, gerir þetta að umtalsefni á Facebook. Hann segir að kostnaður neytenda sé „svakalegur“ og að með nútímatækni væri hægt að iðka mun ódýrari greiðslumiðlun:

Einn flötur á þessu Borgunarmáli er alveg óræddur – hvers vegna eru krítarkortafyrirtæki svona verðmæt? Skýringin er einföld, þessi krítarkortabissniss er ótrúlega ábatasamur. Ýmsir aðilar koma að, alþjóðlegu krítarkortafyrirtækin, færsluhirðar eins og Borgun, bankar sem gefa út kort o.fl. Kostnaður neytenda er svakalegur. Í hvert sinn sem kort er straujað fá þessir aðilar tekjur sem almennt hlaupa á nokkrum prósentum af veltu. Það fer beint út í verðlag og rýrir því kaupmátt. Þetta er hrein geggjun. Fyrir utan veltutengdu tekjurnar greiða neytendur offjár í kortagjöld og vexti. Það væri mikið framfaraskref að fá alvöru samkeppni í þennan geira – nútímatækni gerir það kleift að vera með miklu ódýrari greiðslumiðlun en þetta.

Bankarnir eru ríki í ríkinu. Þeir fara sínu fram og stjórnmálamennirnir ráða lítið við þá. Því sem kallast neytendavernd á fjármálamarkaði er mjög ábótavant. Í svipinn man ég bara eftir einum íslenskum stjórnmálamanni sem ætlaði að hemja peningaplokkið í bönkunum. Það var Björgvin G. Sigurðsson sem varð viðskiptaráðherra 2007. Björgvin lenti hins vegar í stórum og erfiðum málum og entist ekki tími til að fylgja þessu eftir. Einhverjir stjórnmálamenn mættu taka málið upp aftur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Hjólað í snjókomu

Óttar Guðmundsson skrifar: Hjólað í snjókomu
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Dagur B. Eggertsson: Fórnarlömb málþófsins fjölmörg – auka álagið á þingið í vetur

Dagur B. Eggertsson: Fórnarlömb málþófsins fjölmörg – auka álagið á þingið í vetur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Ég ætla ekki að berja þig, Sveinn Andri, ég kæri þig til siðanefndar lögmanna

Reynir Traustason: Ég ætla ekki að berja þig, Sveinn Andri, ég kæri þig til siðanefndar lögmanna
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Það verður bara að buffa þá, sagði yfirlögregluþjónninn

Reynir Traustason: Það verður bara að buffa þá, sagði yfirlögregluþjónninn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis