fbpx
Fimmtudagur 13.nóvember 2025
Eyjan

Ekki spilling?

Egill Helgason
Miðvikudaginn 20. janúar 2016 22:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Prófessor í stjórnmálafræði hélt um daginn erindi þar sem hann sagði að helsta vandamálið tengt spillingu á Íslandi væri að stór hluti landsmanna trúði því að hér þrifist spilling.

Og hann bætti við að fæstir Íslendingar hefðu beina reynslu af spillingu.

Auðvitað er hægt að setja hlutina svona fram, sérstaklega ef maður notar þrönga mælikvarða á spillingu. Beinar mútur eru ekki algengar á Íslandi. Útnefningaspilling er hins vegar nokkuð útbreidd – stöður eru veittar í samræmi við afstöðu til stjórnmálaflokka og þar er vina-  og frændhygli líka áberandi.

Á síðstu árum fyrir hrun var íslenskt viðskiptalíf ekki bara spillt heldur gerspillt. Vegna þessa hafa fjármálamenn verið dæmdir í fangelsi. Milli stjórnmálanna og viðskiptanna var stórt grátt svæði – á því fór fram einkavæðing banka á árunum eftir aldamót. Einn útlendur vinur minn notaði orðið „blóðskömm“ um þetta, að þarna hefðu verið blóðskammartengsl.

Væntanlega er framundan ný einkavæðing. Fer hún fram í óspilltu þjóðfélagi? Varla. Fyrir stuttu var til umfjöllunar hvernig handvaldir aðilar fengu gefna peninga í hlutafjárútboði Símans, þar var Arionbanki í aðalhlutverki. Þetta hefur vakið mikla reiði – sem hugsanlega er þá einhvers konar ranghugmynd ef marka má stjórnmálafræðiprófessorinn.

Og nú kemur aftur upp á yfirborðið salan á kortafyrirtækinu Borgun sem Landsbankinn afhenti vildarvinum nánast í skjóli nætur. Díllinn er svo góður að Borgun er að fá milljarða á milljarða ofan frá útlöndum, svo stuttu eftir kaupin – hinir nýju eigendur komast aldeilis í feitt. Þetta var það sem kallast lokað ógegnsætt ferli og fjármunirnir sem voru í húfi eru miklu meiri en skýrt var frá. Maður sér varla að bankastjóranum sé sætt lengur.

Og, nei, það er ekkert sérlega djúpt á spillingunni. Maður þarf ekki einu sinni að vera vænisjúkur til að sjá hana.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar