fbpx
Laugardagur 04.maí 2024
Eyjan

Frábær ljósmynd af skautafólki á Tjörninni

Egill Helgason
Fimmtudaginn 11. febrúar 2016 08:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þetta er frábær ljósmynd sem birtist á vefnum Gamlar ljósmyndir og er sagt að hún sé eftir Alidu Visscher Schinn.

Myndin mun vera tekin 1941 og sýnir mikinn fjölda fólks á skautum á Tjörninni. Í mínu ungdæmi var Tjörnin ennþá þessi samkomustaður á vetrum, börn flykktust þangað á skauta, það var leikin tónlist úr hátölurum og ef ég man rétt var hægt að kaupa kakó í kjallara húss sem stóð þar sem Ráðhúsið er núna.

Þarna fór maður með vinum sínum – og kynntist börnum úr öðrum hverfum.

Þetta er mestanpart liðin tíð, borgin lætur reyndar einstöku sinnum hefla lítið skautasvell á Tjörnina, en það hefur ekki verið mikil stemming í kringum það. Í vetur hefur verið óvenju margir dagar sem er ís á Tjörninni, en reyndar er bent á það í umræðum um þessa mynd að meira ryk setjist á ísinn en áður – skýringin gæti þá verið sú að bílum hefur fjölgað og nagladekk þyrla upp ryki og skít.

En það þarf líka að halda við svellinu. Slökkviliðið var eitt sinn í Tjarnargötu og það sá stundum um að sprauta vatni á ísinn til að slétta hann fyrir skautafólk.

Það er gaman að rýna í myndina. Ekki sést bíll á ferð á Fríkirkjuveginum, en húsalengjan þar hefur nákvæmlega ekkert breyst. Það hefur tekist betur að varðveita byggðina við Tjörnina en annars staðar. Svo má sjá að börnin eru ekki bara á skautum, heldur eru margir á skíðasleðum eins og voru mjög vinsælir í eina tíð.

 

12705687_10201255100015580_1805939444665473983_n

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir í hljóði og mynd

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir í hljóði og mynd
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Svarthöfði skrifar: Grenjað á gresjunni

Svarthöfði skrifar: Grenjað á gresjunni
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Uppnám í breska Íhaldsflokknum – Þingmaður genginn í Verkamannaflokkinn sem hann segir verða að komast til valda til að bjarga heilbrigðiskerfinu

Uppnám í breska Íhaldsflokknum – Þingmaður genginn í Verkamannaflokkinn sem hann segir verða að komast til valda til að bjarga heilbrigðiskerfinu
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Snorri Jakobsson: Galið að Seðlabankinn hækki vexti og auki með því verðbólguna

Snorri Jakobsson: Galið að Seðlabankinn hækki vexti og auki með því verðbólguna
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Forsetaefni íhaldsmanna?

Björn Jón skrifar: Forsetaefni íhaldsmanna?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Snorri Jakobsson: Seðlabankinn eins og hundur sem eltir skottið á sér

Snorri Jakobsson: Seðlabankinn eins og hundur sem eltir skottið á sér