fbpx
Fimmtudagur 13.nóvember 2025
Eyjan

Allt voða svipað

Egill Helgason
Föstudaginn 22. janúar 2016 21:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður spyr sig stundum hvort arkitektar kunni bara að teikna einn stíl í einu, hvort þeir séu almennt hugmyndalausir eða hvort þeir séu miklar hópsálir? Stundum er reyndar sagt að verktakar ráði öllu.

Eða kannski er tíðarandi svona sterkur í byggingarlist að hann yfirbugar menn algjörlega?

Hér eru myndir af byggingum sem hafa risið eða eru að fara að rísa í borginni. Sumar eru partur af mjög stórum og áberandi byggingaáformum.

Það verður að segja eins og er – þetta er allt voða svipað. Það er byggt nánast eins, hvort sem er í miðbæ eða úthverfi. Og samt eru þetta ekki verk sömu arkitektanna eða sömu arkitektastofanna, því fer fjarri.

 

fr_20160122_030910

Fyrst er mynd af Vogabyggð, nýju hverfi sem á að rísa meðfram Elliðaárvogi. Þetta var kynnt í dag. Kannski ekki endanlegt útlit, en væntanlega mjög í áttina.

 

 

fr_20160107_029942_2-2

Hér eru mynd af fyrirhuguðum byggingum á svokölluðu Hafnartorgi í miðbæ Reykjavíkur.

 

Screen Shot 2016-01-22 at 21.04.03

Hér er hús sem er nýlega risið við Mýrargötu.

 

Screen Shot 2016-01-22 at 21.17.53

Og svo eru hér  byggingar sem eiga að rísa á svokölluðum Frakkastígsreit, milli Laugavegs og Hverfisgötu.

Svo má spyrja, síðan hvenær urðu flöt þök norm á Íslandi? Tíma menn ekki lengur að byggja þök sem halla – eða er það kannski talin vera of mikil sóun á hinum dýrmæta nýtingarrétti?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar