fbpx
Fimmtudagur 13.nóvember 2025
Eyjan

Líkast skyggnisturni, studdum tveimur skíðastökksbrautum

Egill Helgason
Þriðjudaginn 5. janúar 2016 18:52

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í nýrri bók sem nefnist Mínum drottni til þakklætis dregur séra Sigurður Pálsson saman mikið og fróðlegt efni um sögu Hallgrímskirkju.

Fæstir vita nú hversu umdeild kirkjan var á sínum tíma – nú þegar hún er orðin hluti af bæjarmyndinni og að auki einn helsti ferðamannastaður í borginni. Í þessum deilum kemur mikið við sögu Guðjón Samúelsson, húsameistarinn sem enn einu sinni er í miðju átaka – nú meira en 65 árum eftir andlát sitt.

 

IMG_7084

Málverk Freymóðs Jóhannssonar af fyrirhuguðum byggingum á Skólavörðuholti frá 1942. Þá var ótútleg braggabyggð á holtinu. 

 

Hafist var handa við að reisa Hallgrímskirkju eftir teikningu Guðjóns í lok árs 1945. Aðdragandinn var langur og smíðinni lauk ekki fyrr en 1986. Það voru mörg ljón í veginum og deilurnar gusu aftur og aftur upp.

1944 var haldin útiguðsþjónusta á Skólavörðuholti og þá sagði séra Sigurbjörn Einarsson:

Þetta ljóta holt skal verða fegursti staður landsins, þeirra, sem mannshöndin mótar. En sú stefnuskrá er aðeins ytra borð, aðeins tákn þeirrar ákvörðunar, að í þessu landi skuli verða fegurt mannlíf helgað af Kristi, konungi.

 

IMG_7087

Ýmis ráð voru notuð til að fjármagna byggingu Hallgrímskirkju, en verkinu miðaði þó afar hægt.

 

Um kirkjuna var hart deilt 1953, þá sagði Hannes Davíðsson arkitekt um kirkjuna að hún væri –

…undarlegt sambland af bárujárnskúltúr og keisarahöllum. Einn hrærigrautur… móðgun við Hallgrím Pétursson… lífsfjandsamlegur byggingamáti… og hvorki í samræmi við Hallgrím Pétursson eða Herrann Krist.

Annar arkitekt, Sigvaldi Thordarson, kvað upp þennan dóm:

Ósjálfstæð og ópersónuleg samsuða ýmissa fornra og nýrra stíltegunda. …óskapnaður, einna helst líkastur skyggnisturni, studdum tveim skíðastökksbrautum. Ég get ekki séð að við höfum þörf fyrir fleiri kirkjur hér, kem ekki auga á funktion þeirra…

Sem fyrr var það Jónas Jónsson frá Hriflu sem var ötulastur talsmaður Guðjóns Samúelssonar og verka hans. Í bók Sigurðar Pálssonar segir að Jónas hafi brugðist við þessari gagnrýni í grein í blaðinu Landvörn en þar mun hann hafa talað um sókn –

…hinna fimm bolsévíka gegn viðreisn íslensku kirkjunnar.

 

IMG_7088

Forsíða Stúdentablaðsins um áramót 1964, en þarna var á ný hrundið af stað deilum um Hallgrímskirkju.

 

Aftur var farið að deila um Hallgrímskirkju 1964, en þá var heilt tölublað Stúdentablaðsins helgað kirkjubyggingunni. Ýmsir skrifuðu þar, meðal annarra Sigurður Líndal, Thor Vilhjálmsson og aftur Hannes Davíðsson, en einna harðorðastur var þó Pétur Benediktsson bankastjóri, bróðir Bjarna Benediktssonar, sem þá var forsætisráðherra.

Pétur skrifaði – og skaut á bæði Jónas frá Hriflu og Guðjón Samúelsson:

Fyrir röskum þrjátíu árum átti Ísland um skeið svolítinn vísi að harðstjóra; og eins og harðstjórum er títt átti hann sér hirðarkitekt.

 

IMG_7091

Ein gagnrýni andstæðinga Hallgrímskirkju var að framkvæmdin yrði mjög dýr og myndi hvíla á herðum borgarbúa.

 

Pétur ítrekaði síðar gagnrýni sína í útvarpserindi, Sigurbjörn Einarsson, sem þá var orðinn biskup, svaraði með svofelldum orðum sem birtust í Vísi – og vísaði líka í atburð sem frá því nokkrum árum áður, þegar Hafmeyjan, stytta Nínu Sæmundsson, var sprengd í Tjörninni í Reykjavík:

Þessi áróður er fyrir neðan allt menningarlegt velsæmi á þessum vettvangi. Það er furðulegt að menn skuli í útvarpinu geta afflutt með gífuryrðum stofnanir sem verið er að reisa og jafn víðtæk samstaða er um og Hallgrímskirkju… Samstaðan um þessa kirkju er svo víðtæk, að þótt einhverjir öfgamenn heimti að þeirra smekkur gildi og allir verði að beygja sig fyrir honum, þá ræður það ekki úrslitum… En þegar menn taka sig til og reyna að eyðileggja framkvæmdir sem þegar eru komnar vel á veg, og jafnvel að sprengja listaverk í loft upp, þá eru það hrein óþurftarverk, sem engum geta gagnað og allir fyrirverða sig fyrir eftirá, samanber það er myndastyttan í Reykjavíkurtjörn var sprengd í loft upp fyrir nokkrum árum.

 

IMG_7096

Gjafahlutabréf skiluðu nokkrum tekjum í byggingarsjóð kirkjunnar, þrátt fyrir neikvæða umræðu um bygginguna.

 

IMG_7101

Svo er hér loks uppdráttur Guðjóns Samúelssonar af byggingum á Skólavörðuholti frá 1916, semsagt hús eftir Guðjón sem enn hafa ekki risið. Einhverjir hugsa sér kannski gott til glóðarinnar þegar þeir sjá þetta.

(Allar myndir sem hér birtast eru úr bókinni Mínum drottni til þakklætis, Saga Hallgrímskirkju, eftir Sigurð Pálsson.)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Rísum upp úr lágkúrunni

Björn Jón skrifar: Rísum upp úr lágkúrunni
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Dagur B. Eggertsson: Krónuvextirnir eru þrefaldir á við evruvextina – hrikaleg byrði á íslensk heimili

Dagur B. Eggertsson: Krónuvextirnir eru þrefaldir á við evruvextina – hrikaleg byrði á íslensk heimili
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Nína Richter skrifar: Þegar kærastar urðu asnalegir

Nína Richter skrifar: Þegar kærastar urðu asnalegir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Smölun hafin hjá Sjálfstæðisflokknum – styrkleiki fylkinga kannaður á átakafundi

Orðið á götunni: Smölun hafin hjá Sjálfstæðisflokknum – styrkleiki fylkinga kannaður á átakafundi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Mikil mistök að sameinast Kjarnanum

Reynir Traustason: Mikil mistök að sameinast Kjarnanum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: „Haltu kjafti, gamla fiskibollan þín!“

Reynir Traustason: „Haltu kjafti, gamla fiskibollan þín!“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Guðrún vill minnka allt

Orðið á götunni: Guðrún vill minnka allt
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Ofurskattar íhaldsaflanna

Sigmundur Ernir skrifar: Ofurskattar íhaldsaflanna