fbpx
Fimmtudagur 13.nóvember 2025
Eyjan

Blóðugt stofudrama úr villta vestrinu

Egill Helgason
Laugardaginn 2. janúar 2016 20:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Quentin Tarantino hefur búið til sérstæða blöndu í The Hateful Eight. Að sumu leyti er þetta dæmigerð Tarantino-mynd með ýktu blóðbaði og absúrd persónum.

En þetta er líka vestri, gerist í Wyoming á árunum eftir borgarastríðið bandaríska, það er mikill snjór og hríð og mikill vetur.

Hafi menn ekki tekið eftir því þá er vetrarlandslag í tísku.

Og svo er þetta líka eins og stofuleikrit í anda Agöthu Christie. Mestöll myndin gerist í einu herbergi, persónurnar eiga allar leyndarmál og smátt og smátt er flett ofan af þeim. Minnir mest á bókina And Then There Were None – sem líka var stundum kölluð Tíu litlir negrastrákar.

Svo er enn einn þráður myndarinnar sem er kynþáttapólitík. Ein aðalpersónan er svartur maður, sem hefur barist með herjum Norðurríkjanna í þrælastríðinu. Í kringum hann er mikil spenna – og kynþáttahatrið býst stöðugt fram.

Þetta er saga sem liggur þungt á huga Tarantinos, sbr. síðustu mynd hans, Django. Sjálfur sagði hann í viðtali fyrir nokkrum dögum að fáni Suðurríkjanna í borgarastríðinu sé jafngildi hins þýska hakakross.

Tarantino er mjög uppáfinningasamur sögumaður og finnst gaman að leika sér. Myndin upphefst með tónlist eftir Ennio Morricone, henni er skipt í kafla og svo kemur hlé. Við finnum náttúrlega ekkert fyrir því hér á Íslandi – upplifum bara enn einar hrútleiðilegar tíu mínútur með skjáauglýsingum.

Myndin er tekin í gömlu breiðtjaldsformati sem er ekki lengur notað, Ultra Panavision 70. Ég sá myndina í sal í Háskólabíói sem að sumu leyti er eins og skólastofa. Mikið hefði verið gaman að horfa á hana í hinum stóra og glæsilega bíósal hússins.

 

cdn.indiewire.psdops-1

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Þáttaröðin „Evrópa brennur“

Thomas Möller skrifar: Þáttaröðin „Evrópa brennur“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Mikil mistök að sameinast Kjarnanum

Reynir Traustason: Mikil mistök að sameinast Kjarnanum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Guðrún vill minnka allt

Orðið á götunni: Guðrún vill minnka allt