fbpx
Laugardagur 15.nóvember 2025
Eyjan

Frægir Svíar gegn hatri og rasisma

Egill Helgason
Sunnudaginn 6. september 2015 11:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dagens Nyheter, virtasta dagblað Norðurlanda, setur í gang herferð gegn hatri og rasisma. Blaðið fær eitt hundrað þekkta Svía til liðs við sig. Þetta er athyglisvert. Fólkið segist ætla að standa með mannúð og grunngildum sem nú sé ógnað.

Mörg þekkt nöfn eru á listanum. Fótboltamaðurinn Zlatan Ibahimovic, rithöfundurinn Jonas Gardell, tónlistarmennirnir Benny Anderson og Björn Ulvaeus úr Abba, Marcus Wallenberg, stjórnarformaður Scandinaviska Enskildabanken, Lena Endre leikkona, Karl-Johan Persson, forstjóri H&M, leikarinn Mikael Persbrandt, forsætisráðherrarnir Carl Bildt, Ingvar Carlsson, Göran Persson, Thorbjörn Fälldin, Frederik Reinfeldt og Stefan Löfven, tölfræðingurinn og læknirinn Hans Rosling, Daniel Ek, stofnandi Spotify, leikarinn Sverrir Gudnason, Pernille August leikkona, Noomi Rapace leikkona, söngkonan Laleh og rithöfundurinn Kerstin Ekman – svo nokkrir séu nefndir.

Jonas Gardell varar við því hvernig útlendingahatur smýgur inn í samfélagið og tungumálið svo slík viðhorf fara brátt að þykja góð og gild. Hann segir að við því verður að bregðast, en Kerstin Ekman óttast líka hvað orðræðan gegn innflytjendum er orðin fjandsamleg, en segir að í Svíþjóð sé að finna gullæð mannúðarstefnu sem þurfi að koma fram í dagsljósið.

 

Screen Shot 2015-09-06 at 11.13.49

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Dagur B. Eggertsson: Krónuvextirnir eru þrefaldir á við evruvextina – hrikaleg byrði á íslensk heimili

Dagur B. Eggertsson: Krónuvextirnir eru þrefaldir á við evruvextina – hrikaleg byrði á íslensk heimili
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: „Haltu kjafti, gamla fiskibollan þín!“

Reynir Traustason: „Haltu kjafti, gamla fiskibollan þín!“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Undirhundur

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Undirhundur