fbpx
Laugardagur 15.nóvember 2025
Eyjan

Eins og langdregið íþróttamót

Egill Helgason
Sunnudaginn 6. september 2015 15:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríkjamenn nota fjarskalega langdregna aðferð til að velja sér forseta. Miðað við umfjöllunina um hugsanlega forsetaframbjóðendur mætti halda að kosningarnar væru alveg að bresta á. En svo er ekki. Forkosningarnar þar sem ræðst hverjir verða frambjóðendur byrja ekki fyrr en í febrúar á næsta ári og standa fram í júní.

Forsetakosningarnar sjálfar eru svo ekki fyrr en 8. nóvember 2016. Nýr forseti tekur við eftir áramótin og þá er komið árið 2017.

Þetta minnir mest á langt íþróttamót þar sem er notaður óskaplegur tími til að spá og spekúlera í stöðunni. Forsetakosningar eru nánast aðalfréttaefnið í tvö ár áður en sjálfar kosningarnar fara fram.

Nú opnar maður til dæmis ekki fjölmiðil án þess að heyra eitthvað um Donald Trump. Og jú, framrás hans er býsna einkennileg. Maðurinn virðist ekki hafa neina raunverulega skoðun á nokkrum hlut – hann er bara uppfullur af sjálfum sér. Það virðist hjálpa. Hann hefur bæði verið með og á móti fóstureyðingum, með og á móti almannatryggingum, hann hefur verið Demókrati og nú Repúblikani. Hann er orðljótur, fullur kvenfyrirlitningar, en það spillir ekki fyrir, sjálfsagt vegna þess að fólk er orðið svo leitt á „venjulegum“ stjórnmálamönnum.

Bernie Sanders, sem er yfirlýstur sósíaldemókrati, nýtur nú mun meira fylgis í New Hampshire en Hillary Clinton. Fyrstu mikilvægu forkosningarnar fara fram í New Hampshire, en það er samt ekki fyrr en 9. febrúar. Clinton er í eintómu basli, og ef fer sem horfir gerist annað af tvennu: Hún nær ekki útnefningu sem forsetaefni Demókrata eða hún tapar fyrir frambjóðanda Repúblikana í kosningunum. Samkvæmt nýrri skoðanakönnun myndi hún lúta í lægra haldi fyrir Donald Trump, það er algjör viðsnúningur frá því í sumar.

 

Republican presidential candidate Donald Trump gestures and declares "You're fired!" at a rally in Manchester, New Hampshire, June 17, 2015. REUTERS/Dominick Reuter TPX IMAGES OF THE DAY - RTX1GZCO

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Mbappe yfirgefur hópinn
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Dagur B. Eggertsson: Krónuvextirnir eru þrefaldir á við evruvextina – hrikaleg byrði á íslensk heimili

Dagur B. Eggertsson: Krónuvextirnir eru þrefaldir á við evruvextina – hrikaleg byrði á íslensk heimili
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: „Haltu kjafti, gamla fiskibollan þín!“

Reynir Traustason: „Haltu kjafti, gamla fiskibollan þín!“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Undirhundur

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Undirhundur