fbpx
Laugardagur 15.nóvember 2025
Eyjan

Ungt fólk og flokkshollustan

Egill Helgason
Miðvikudaginn 2. september 2015 21:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þessar niðurstöður sýna að flokkshollusta er alveg að líða undir lok, rétt eins og forðum tíð hollustan við kaupfélögin, flokksblöðin eða Shell, Esso og BP (Sjálfstæðismenn keyptu bensín hjá Shell, Framsóknarmenn hjá Esso en sósíalistar hjá BP). Ungu fólki er nákvæmlega sama hvað stjórnmálaflokkarnir heita eða hvaða sögu þeir hafa eða hefðir. Það mun seint mæta á fundi – og það verður líklega ekki auðvelt að draga það á kjörstað. Kosningar sem fara fram í gegnum internetið gætu samt haft áhrif á þessa þróun – slíkt er nánast óhjákvæmileg þróun.

Svona hljómar þetta á Rúv:

Aðeins 5,9 prósent kjósenda í aldurshópnum 30 ára og yngri sögðust ætla að kjósa Framsókn – aðeins Björt framtíð nýtur minna fylgis í þeim aldursflokki. 11,6 prósent sögðust styðja Sjálfstæðisflokkinn. Stærsti stuðningshópur Framsóknar eru kjósendur 50 ára og eldri. 13,9 prósent kjósenda 50 til 59 ára sögðust styðja Framsókn og 13 prósent kjósenda 60 ára og eldri.

Breytingin er orðin og hún gengur ekki til baka, einfaldlega vegna þess að nýjar kynslóðir þekkja ekki veruleika flokkshugsunarinnar. Það er ekki svo að stjórnmálasamtök verði ekki áfram nauðsynleg, en sem vörumerki eru flokkarnir barasta ekki áhugaverðir.

Það er allt eins hægt að stofna nýja flokka – og svo aftur nýja ef það gengur ekki. Þetta snýst jú væntanlega um hugmyndir en ekki steinrunnar flokksstofnanir og þaulsætna þingmenn. Til dæmis virðist líklegt að bæði Samfylkingin og Björt framtíð hafi gengið sér þannig til húðar að flokkarnir eigi sér ekki viðreisnar von.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Dagur B. Eggertsson: Krónuvextirnir eru þrefaldir á við evruvextina – hrikaleg byrði á íslensk heimili

Dagur B. Eggertsson: Krónuvextirnir eru þrefaldir á við evruvextina – hrikaleg byrði á íslensk heimili
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: „Haltu kjafti, gamla fiskibollan þín!“

Reynir Traustason: „Haltu kjafti, gamla fiskibollan þín!“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Undirhundur

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Undirhundur