

Hér er frétt úr Duluth News Tribune 31. ágúst 1883. Duluth er bær í Minnesota við Superior vatn. Þetta er af Facebook-síðu sem nefnist Icelandic Roots.
Þarna segir frá komu 180 íslenskra innflytjenda til bæjarins. Fyrirsögnin er „Farmur af Íslendingum“. Ummælin í fréttinni eru á þá leið að varla hafi sést sérkennilegri eða fátæklegri hópur í borginni. Segir að allir Íslendingarnir eigi ekki nema 10 dollara samanlagt. För þeirra hafi verið hamlað á Íslandi.
En þeir hafi loks getað haldið áfram í átt til „lands frelsisins“.
