fbpx
Laugardagur 15.nóvember 2025
Eyjan

Ekki katastrófa

Egill Helgason
Fimmtudaginn 13. ágúst 2015 13:44

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Menn nota ansi stór orð varðandi bann Rússa á innflutningi frá Íslandi. Stjórnarformaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi segir að þetta sé „katastrófískt fyrir þjóðarbúið“.

En nei, það er ekki svo. Þetta getur verið áfall fyrir einstök fyrirtæki, það verður erfiðara að koma í verð makrílnum sem menn hafa mokað hér upp úr sjónum eins og enginn sé morgundagurinn. Veiðarnar eru þess eðlis að fiskurinn er seldur til Rússlands á mjög lágu verði.

Katastrófa er fáránlega stórt orð. Eftir sem áður verður góður hagvöxtur á Íslandi. En það verður reyndar að segja eins og er að stórútgerðin íslenska á ekkert sérstaklega mikla góðvild inni hjá almenningi. Áhyggjurnar væru kannski meiri ef arðinum af fiskimiðunum væri réttlátar skipt.

Viðskiptabannið er örvæntingarfull aðgerð Pútínstjórnarinnar sem er hægt og bítandi að loka Rússlandi frá umheiminum – öllu er fórnandi til að klíkan sem þar er við völd missi ekki tökin. Við slíkt er erfitt að tjónka – kannski ómögulegt. Íslenski utanríkisráðherrann getur hitt Lavrov, rússneska utanríkisráðherrann, og beðið hann að létta banninu. En það sem þarf fyrst og fremst að koma fram er að það er Rússlandsstjórn sem sjálf hefur valið þessa leið, með stríðsbrölti og yfirgangi, og þannig sett sig utangarðs í alþjóðasamfélaginu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Falleinkunn fyrir Guðrúnu – afturhaldið situr á þingi undir merkjum Sjálfstæðisflokksins

Orðið á götunni: Falleinkunn fyrir Guðrúnu – afturhaldið situr á þingi undir merkjum Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk