fbpx
Fimmtudagur 13.nóvember 2025
Eyjan

Endurómur af sögunni um Scott og Amundsen

Egill Helgason
Fimmtudaginn 31. desember 2015 18:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skrif breskra fjölmiðla um göngumennina ungu, sem hefur hvað eftir annað verið bjargað af íslenskum björgunarsveitum, eru ærið sérkennileg. Þetta eru yfirstéttardrengir, úr hinu dýra einkaskólakerfi Bretlands.

Nú er sagt að þeim hafi borist líflátshótanir frá Íslendingum. Það er náttúrlega leitt. Því miður er það svo að margt fólk hér á landi er gjörsamlega stjórnlaust á samskiptamiðlum.

En tiltækið er náttúrlega fáránlegt, að leggja í slíka ferð svo illa undirbúnir og af slíku þekkingarleysi að björgunarmenn og þyrlur þurfa hvað eftir annað að skerast í leikinn.

Fyrir þetta er þeim svo hrósað í breskum fjölmiðlum. Bretar hafa reyndar alltaf verið veikir fyrir ákveðinni tegund af klúðrurum. Þetta birtist í einni frægustu sögu tuttugustu aldar.

Það er sagan af Robert Falcon Scott, pólfaranum sem stefndi sjálfum sér og fjölda manns í opin dauða á Suðurskautinu, þangað sem hann fór algjörlega vanbúinn og vitandi ekki neitt um aðstæður. Scott er þjóðhetja í Bretlandi og kynslóðum skóladrengja voru sagðar sögur af honum.

Á sama tíma þóttust Bretar vita að keppinautur Scotts, Norðmaðurinn Roald Amundsen, væri algjör skúrkur. Glæpur Amundsens var að vera vel undirbúinn, þekkja aðstæðurnar til hlítar og koma sér ekki í vandræði.

Í þessum leiðara úr The Times stendur að það byggi upp manndóm að mistakast – failure is character building. En nei, í þessu tilviki er svo ekki. Þetta er bara heimska og ábyrgðarleysi.

 

774747_10208513766390446_6693113475206492804_o-1

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Þáttaröðin „Evrópa brennur“

Thomas Möller skrifar: Þáttaröðin „Evrópa brennur“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Mikil mistök að sameinast Kjarnanum

Reynir Traustason: Mikil mistök að sameinast Kjarnanum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Guðrún vill minnka allt

Orðið á götunni: Guðrún vill minnka allt