fbpx
Laugardagur 15.nóvember 2025
Eyjan

Eru lundabúðir vandamál?

Egill Helgason
Fimmtudaginn 3. september 2015 09:06

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ef marka mætti forsíðu Fréttablaðsins eru lundabúðir ógurlegt vandamál í Reykjavík. Þeim er slegið upp og birt sú niðurstaða að ferðamannabúðir séu 15 prósent af verslun í Miðbænum.

Það er reyndar svolítið merkilegt með lundann. Hér á árum áður var lundinn lítt áberandi, þrátt fyrir að stofn þessa fugls hafi verið gríðarstór – 11 milljón einstaklingar hef ég einhvern tíma heyrt. Í æsku minni var aldrei talað um lunda, það var ekki fyrr en ég fór að vinna í Vestmannaeyjum sem unglingur að ég kynntist þessari tegund fugla.

Lundinn er auðvitað ósköp sætur og hentar vel í litlar tuskudúkkur – svona rétt eins og t.d. mörgæsir sem eru afar vinsælar til slíkra nota. Nú er hann orðinn eitt helsta þjóðartákn Íslands, bara vegna þess að hann hentar vel sem verslunarvarningur. Lundadúkkurnar eru þó líklega mestanpart framleiddar í Kína.

Hafandi búið mestalla ævina í eða nálægt Miðbænum þá man ég ýmis tímaskeið. Þegar ég var strákur voru enn stórverslanir í bænum, Sambandið var með vöruhús í Aðalstræti, Kron byggði á Laugaveginum upp við Hverfisgötu. Þá voru enn vefnaðarvöruverslanir og raftækjaverkstæði í Miðborginni og meira að segja bílaumboð. Þetta var annar tími.

Yfir þessu öllu var farið að dofna strax á áttunda áratugnum, áður en Kringlan og Smáralind komu til sögunnar. Miðbær menntaskólaára minna var afar dauflegur. Mokka, Hressingarskálinn og Prikið voru einu kaffihúsin.

Stóru verslunarmiðstöðvarnar greiddu bænum svo næstum náðarhöggið. Í áratugi var varla neitt talað um Miðbæinn nema hvað varðaði hnignun verslunar og þjónustu eða helgarfyllerí.

Nú er runnin upp önnur tíð. Miðborgin iðar af lífi – jú, það eru að miklu leyti ferðamenn. Því er spáð að útflutningstekjur Íslendinga af ferðaþjónustu verið 349 milljarðar króna í ár. Túrisminn er semsagt orðinn meginstoð hagkerfisins. Miðbærinn tekur auðvitað mót af þessu. Við fáum ekki aftur tímann þegar miðstöð verslunar var í Miðborginni – þróunin er reyndar ósköp svipuð og annars staðar á Vesturlöndum, það sem þrífst í miðbæjum eru einkum veitingahús, eitthvað af fata- og töskubúðum, minjagripaverslanir, kannski bókabúðir. Nauðsynjavörur kaupir fólk annars staðar.

Reykjavík fær samt mjög háa einkunn hjá ferðamönnum fyrir að vera sérstök og skemmtileg borg. Reyndar hefur það gerst að miðbæjarstarfsemin er að ná yfir miklu stærra svæði en áður, út með Höfninni, út á Granda, í hliðargötur meðfram Laugavegi og Skólavörðustíg, upp á Hlemm. Nei, verður varla séð að lundabúðir séu mikið vandamál.

 

Screen Shot 2015-09-03 at 08.50.09

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Dagur B. Eggertsson: Krónuvextirnir eru þrefaldir á við evruvextina – hrikaleg byrði á íslensk heimili

Dagur B. Eggertsson: Krónuvextirnir eru þrefaldir á við evruvextina – hrikaleg byrði á íslensk heimili
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: „Haltu kjafti, gamla fiskibollan þín!“

Reynir Traustason: „Haltu kjafti, gamla fiskibollan þín!“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Undirhundur

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Undirhundur