fbpx
Föstudagur 19.desember 2025
Eyjan

Sterkt Frakkland

Egill Helgason
Fimmtudaginn 16. febrúar 2012 12:41

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

La France Forte er slagorð Sarkozys Frakklandsforseta í baráttunni fyrir endurkjöri.

Sterkt Frakklandi.

Sarkozy er miklum vandræðum. Traustið á honum er afar lítið. Hann var kosinn á þeim forsendum að hann ætlaði að markaðsvæða Frakkland, svo varð efnahagshrun og þá sneri hann við blaðinum og hóf að mæra styrk hins blandaða hagkerfis í Frakklandi.

Síðan þá hefur Sarkozy virst næsta stefnulaus – hann hefur ekki einu sinni getað staðið ímyndinni sem hann skapaði sér áður en hann varð forseti, að hann væri hörkutól sem gæti tekist á við glæpi, ribbalda og óaldalýð.

Það sem helst gæti tryggt Sarkozy endurkjör er hvað mótframbjóðendur hans eru veikir. Dominique Strauss-Kahn hefði sigrað hann auðveldlega ef hann hefði ekki lent í kynlífshneyksli. Francois Hollande, frambjóðandi Sósíalista, hefur þó talsvert forskot á Sarkozy í skoðanakönnunum.

En þetta er semsagt kosningaslagorð Sarkozys. Sterkt Frakkland. Takið líka eftir bláa litnum – hann gefur skilaboð um styrk og festu, þessi sami blái tónn er reyndar alþekktur í íslenskum stjórnmálum.

Smáatriði hefur verið bætt við myndina, þið takið kannski eftir því ef þið rýnið aðeins.

Kosningaauglýsing fyrir Sarkozy, með smá viðbót.

Og fyrir annan stjórnmálamann – litanotkunin og uppstillingin er ansi lík.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Séra Örn Bárður Jónsson: Samtímamenn Jesú skrifuðu Nýja testamentið – Kóraninn meira og minna skáldskapur

Séra Örn Bárður Jónsson: Samtímamenn Jesú skrifuðu Nýja testamentið – Kóraninn meira og minna skáldskapur
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sigvaldi Einarsson skrifar: Ísland, Kínverski Drekinn og Evrópski Fíllinn – Við eigum engan annan leik í stöðunni

Sigvaldi Einarsson skrifar: Ísland, Kínverski Drekinn og Evrópski Fíllinn – Við eigum engan annan leik í stöðunni
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Sögulegur léttir

Óttar Guðmundsson skrifar: Sögulegur léttir
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Séra Örn Bárður Jónsson: Vissi lítið um trú – fékk opinberun og venti kvæði sínu í kross

Séra Örn Bárður Jónsson: Vissi lítið um trú – fékk opinberun og venti kvæði sínu í kross
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Litli hluthafinn rýfur málhvíldina

Þorsteinn Pálsson skrifar: Litli hluthafinn rýfur málhvíldina
Eyjan
Fyrir 1 viku

Karl Ágúst Úlfsson: 110 þýðingar komnar – best að komast afsíðis

Karl Ágúst Úlfsson: 110 þýðingar komnar – best að komast afsíðis