fbpx
Föstudagur 19.desember 2025
Eyjan

Dómur Hæstaréttar, gengislánin og verðtryggðu lánin

Egill Helgason
Miðvikudaginn 15. febrúar 2012 17:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Víða á netinu sér maður fagnað vegna dóms Hæstaréttar í gengislánamálum.

Gengislánin tíðkuðust hér um árabil – svo komust menn eftir á að þeirri niðurstöðu að þau væru ólögleg. Það er einstakt dæmi um óvandaða stjórnsýslu.

Svo fóru menn í óðagoti að klína íslenskum vöxtum á þessi lán – nú er Hæstiréttur að gera stjórnvöld afturræk með það.

En þetta var tæpt – fjórir á móti þremur í Hæstarétti. Það er dæmt að ekki megi leggja á íþyngjandi afturvirk lög.

Svo er spurning hvað þetta þýðir fyrir önnur lán – það eru aðallega verðtryggðu fjárskuldbindingarnar sem hafa verið í umræðunni undanfarið.

Getur verið að þær færist aftar í röðina vegna þessa?

Friðrik Jónsson hagfræðingur, maður sem ég tek nokkuð mark á, skrifar á Facebook:

„Þar með er niðurfærsla verðtryggingarinnar með lagasetningu úr sögunni þar sem það myndu teljast íþyngjandi afturvirk lög fyrir skuldabréfaeigendur.“

Skyldi eitthvað vera hæft í því?

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Séra Örn Bárður Jónsson: Samtímamenn Jesú skrifuðu Nýja testamentið – Kóraninn meira og minna skáldskapur

Séra Örn Bárður Jónsson: Samtímamenn Jesú skrifuðu Nýja testamentið – Kóraninn meira og minna skáldskapur
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sigvaldi Einarsson skrifar: Ísland, Kínverski Drekinn og Evrópski Fíllinn – Við eigum engan annan leik í stöðunni

Sigvaldi Einarsson skrifar: Ísland, Kínverski Drekinn og Evrópski Fíllinn – Við eigum engan annan leik í stöðunni
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Sögulegur léttir

Óttar Guðmundsson skrifar: Sögulegur léttir
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Séra Örn Bárður Jónsson: Vissi lítið um trú – fékk opinberun og venti kvæði sínu í kross

Séra Örn Bárður Jónsson: Vissi lítið um trú – fékk opinberun og venti kvæði sínu í kross
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Litli hluthafinn rýfur málhvíldina

Þorsteinn Pálsson skrifar: Litli hluthafinn rýfur málhvíldina
Eyjan
Fyrir 1 viku

Karl Ágúst Úlfsson: 110 þýðingar komnar – best að komast afsíðis

Karl Ágúst Úlfsson: 110 þýðingar komnar – best að komast afsíðis