fbpx
Þriðjudagur 29.júlí 2025
Eyjan

Fjárfestingar og lífskjör

Egill Helgason
Þriðjudaginn 4. maí 2010 07:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ögmundur Jónasson reiðist yfir þvi að  Íslandsbanki skuli stofna skrifstofu í New York til að reyna laða erlenda fjárfesta að íslenskum auðlindum. Andri Geir Arinbjarnarson skrifar um þetta á bloggi sínu og kemst að annarri niðurstöðu en Ögmundur:

— — —

Enn hneykslast Ögmundur yfir tilraunum til að fá erlenda fjárfesta hingað til lands, nú síðast yfir áformum Íslandsbanka að setja upp söluskrifstofu í New York.  Auðvitað væri æskilegt að Íslendingar gætu virkjað sína orku sjálfir og stýrt fjárfestingum af eigin raun.  Til þess þurfum við gjaldeyri en nú fer allur gjaldeyrir okkar og gott betur í að borga erlend lán.  Allir bankar eru fullir af íslenskum krónum, en þær vill enginn erlendis, þær er ekki hægt að nota til að kaupa efni, aðföng eða vélar.

Alla tíð frá upphafi lýðveldis til hruns stóðu erlendir lánamarkaðir okkur opnir.  Við gátum fengið lán í erlendum gjaldeyri til uppbyggingar og haldið eignarhaldinu hér heima.  Þetta er ekki hægt lengur.  Allir erlendir fjármálamarkaðir eru lokaðir Íslendingum nema að til komi erlent eignarhald.  Þetta er afleiðing hrunsins og er íslenskum einstaklingum að kenna en ekki útlendingum.

Ef við viljum ekki erlent fjármagn á þeim kjörum sem þau bjóðast okkur þá verðum við að lækka lífskjörin enn meir.  Þá er nær að tala um að seðlabankastjóri sýni gott fordæmi og taki launalækkun um 400,000 kr.

Ef Ögmundur fær að ráða verður forsætisráðherra með 500,000 kr á mánuði eftir nokkur ár.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Jón Gnarr tjáir sig um besta vininn – „Vekur gjarnan aðdáun og áhuga hjá fólki“

Jón Gnarr tjáir sig um besta vininn – „Vekur gjarnan aðdáun og áhuga hjá fólki“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Vilhjálmur vill vísa árásármanni Eyþórs úr landi – „Þessi framkoma gagnvart okkar friðsæla samfélagi er til skammar“

Vilhjálmur vill vísa árásármanni Eyþórs úr landi – „Þessi framkoma gagnvart okkar friðsæla samfélagi er til skammar“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Aðdáun á fornköppum

Björn Jón skrifar: Aðdáun á fornköppum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Þingmaður Sjálfstæðisflokksins erfingi milljarða og lítur niður á þá sem minna eiga

Orðið á götunni: Þingmaður Sjálfstæðisflokksins erfingi milljarða og lítur niður á þá sem minna eiga
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigmar Guðmundsson: Veit ekki hvað formaður Sjálfstæðisflokksins er að fara með hótunum sínum – hér urðu valdaskipti

Sigmar Guðmundsson: Veit ekki hvað formaður Sjálfstæðisflokksins er að fara með hótunum sínum – hér urðu valdaskipti
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Tóm leiðindi

Óttar Guðmundsson skrifar: Tóm leiðindi