fbpx
Föstudagur 19.desember 2025
Eyjan

Að skilja ekki Jón

Egill Helgason
Mánudaginn 28. desember 2009 10:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Herðubreið er eins konar svar Samfylkingarinnar við vefnum AMX sem ofstækisfyllsti hluti Sjálfstæðisflokksins heldur úti.

Á þessum vefsíðum birtast hugleiðingar dýpst innan úr myrkustu skúmaskotum flokkanna – og sýna hvernig fanatískustu flokksmenn hugsa – og kannski líka valdamenn í flokkunum, svona þegar almenningur heyrir ekki til.

Því að sumu leyti vantar ekki hreinskilnina í þessar vefsíður; það er bara svo ankanalegt að sjá hvernig útkoman verður þegar ræður ferðinni hreinræktuð flokkshugsun.

Í grein í Herðubreið er Jón Sigurðsson, fyrrverandi stjórnarformaður Fjármálaeftirlitsins, mærður út eitt. Niðurstaðan er að þetta sé stórkostlegur bankamaður sem lítilsigldir gagnrýnendur kunni ekki að meta, skilja einfaldlega ekki.

Skiptir þá engu að Jón var annar helsti valdamaðurinn í þeirri stofnun sem átti að hafa eftirlit með íslenska bankakerfinu á tímanum þegar það hrundi.

Þrátt fyrir það telur Herðubreið að hann njóti mikillar virðingar erlendis.

Rifjast þá upp að forstjóri FME hélt hundrað fundi á síðustu misserum bankakerfisins þar sem hann lýsti því hvað það væri frábært. Og að í ágúst 2008 stóðust íslensku bankarnir álagspróf FME með glans, það var innan við tveimur mánuðum fyrir hrun.

Og að sjálfur stjórnarformaðurinn kom fram í auglýsingapésa frá Landsbankanum þegar Icesave reikningarnir voru opnaðir í Hollandi – fyrripart árs 2008. Bæklingurinn bar yfirskriftina Icesave launched in the Netherlands en fyrirsögn viðtals við Jón Sigurðsson sem þar birtist var Finances of the Icelandic banks are basically sound.

Og að viðskiptaráðherrann sem nú situr, Gylfi Magnússon, hefur sagt að það sé líkast því að FME hafi spilað með hinu liðinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Séra Örn Bárður Jónsson: Vissi lítið um trú – fékk opinberun og venti kvæði sínu í kross

Séra Örn Bárður Jónsson: Vissi lítið um trú – fékk opinberun og venti kvæði sínu í kross
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Svandís hættir sem formaður VG

Svandís hættir sem formaður VG
Eyjan
Fyrir 1 viku

Karl Ágúst Úlfsson: 110 þýðingar komnar – best að komast afsíðis

Karl Ágúst Úlfsson: 110 þýðingar komnar – best að komast afsíðis
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Jólatréð í Kokkedal

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Jólatréð í Kokkedal
Eyjan
Fyrir 1 viku

Karl Ágúst Úlfsson: Stungum á kýlum samfélagsins meðan við fengum að vera hirðfíflið – svo vorum við stoppaðir

Karl Ágúst Úlfsson: Stungum á kýlum samfélagsins meðan við fengum að vera hirðfíflið – svo vorum við stoppaðir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigvaldi Einarsson skrifar: Áliðnaður framtíðarinnar er mættur – ætlum við aftur að selja auðlindirnar fyrir slikk?

Sigvaldi Einarsson skrifar: Áliðnaður framtíðarinnar er mættur – ætlum við aftur að selja auðlindirnar fyrir slikk?