fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
Eyjan

Prófessor heldur með vondu köllunum

Egill Helgason
Laugardaginn 26. desember 2009 17:23

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

avatar-1

Prófessor í stjórnmálafræði hefur komist að því að því að boðskapurinn í kvikmyndinni Avatar sé vondur. Þarna sé tekin afstaða gegn tækni og framförum.

Þá sé enn verið að mæra hinn göfuga villimann úr ritum Rousseaus – en hann hafi hins vegar aldrei verið til.

Avatar lýsir ákeðinni tegund af framförum, þar sem náttúra er eyðilögð og fólk lítilsvirt, rekið burt eða drepið – já, allt í nafni framfaratrúar.

Nýlendukúgun og ránykju.

Fólk er það ofsótt vegna verðmæta sem það kann að búa yfir, náttúran er eyðilögð í gróðaskyni.

Í þessu sambandi er miklu nær að hugsa til þeirra sem verða fyrir barðinu á græðgi og útþenslustefnu – hvort sem það fólk telst „göfugt“ eða ekki.

Kongóbúa á tíma Leópolds, frumbyggja Tasmaníu, indíána á landnámstímanum í Ameríku, þjóðir í Amazonskógi, Palestínumenn, Tíbeta, íbúa Suður-Súdan – dæmin eru svo ótalmörg.

Prófessorinn hefur misskilið myndina algjörlega – að líkindum eftir einhverju skema sem er í kollinum á honum og verður varla breytt úr þessu.

Og í leiðinni tekst honum halda með vondu köllunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Svona er pólitíkin að breytast á Íslandi

Sigmundur Ernir skrifar: Svona er pólitíkin að breytast á Íslandi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Könnun – Ísland og Evrópusambandið

Könnun – Ísland og Evrópusambandið