fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
Eyjan

Jóhann: Þjóð fórnað fyrir gjaldmiðil

Egill Helgason
Mánudaginn 21. desember 2009 16:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jóhann Hauksson skrifar grjótharðan pistil um íslenska hagstjórn og íslensku krónuna undir yfirskriftinni Þjóð fórnað fyrir gjaldmiðil. Þar segir:

— — —

Peningamálastjórn undanfarinna ára var með endemum. Það kom sérstaklega vel í ljós eftir hrunið. Þá tvöfölduðust allir gjaldmiðlar í verði gagnvart krónunni. Þar með tvöfölduðust skuldir margra fyrirtækja og heimila.

Um leið og skuldirnar tvöfölduðust hrundu veðin á bak við þær. Húsnæðisverð lækkaði um 30 prósent, kannski meira.

Afskriftir hófust innan alls kerfisins. Kröfuhafar töpuðu fé á öllu nema því sem tryggt var með háum vöxtum, gengistryggingum og verðtryggingum.

Allt skrúfaðist niður nema skuldir fyrirtækja og heimila sem tryggðar voru með laga og regluverki íslensku krónunnar.

Íslenskir stjórnmálamenn hafa á löngum tíma smíðað laga og regluverk sem ætlað er að tryggja tilvist íslensku krónunnar. Þetta regluverk rekur nú fjölskyldur og fyrirtæki í þrot. Varnarmúrarnir utan um krónuna sliga íslenskt efnahagslíf alla daga.

Ég þekki dæmi um breska fjölskyldu sem greiddi 630 pund á mánuði í húsnæðiskostnað í góðærinu. Nú hafa vextir og eignaverð í Bretlandi lækkað. Sama fjölskylda greiðir nú 470 pund á mánuði einmitt vegna þess.

Hér hrundi allt og eignaverð lækkaði um 30 prósent á skömmum tíma. Það hefur hins vegar þveröfug áhrif hér á landi. Fjölskylda sem greiddi 100 þúsund krónur á mánuði af íbúðarhúsnæði greiðir nú 130 þúsund krónur.

Heimili sem hafði erlent lán á bak við 100 þúsund króna mánaðarlega afborgun greiðir nú 200 þúsund krónur.

Á sama tíma lækkar kaupmáttur um 20 prósent. Á sama tíma hækka skattar. Á sama tíma hækka öll innflutt aðföng í verði, eldsneyti sem annað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Trump leitar í smiðju höfundar hrunsins

Orðið á götunni: Trump leitar í smiðju höfundar hrunsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“
Eyjan
Fyrir 1 viku

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Til varnar „mömmuklámi“

Nína Richter skrifar: Til varnar „mömmuklámi“