fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025

Fyrrum blaðamaður DV fær nóg af hárlubbanum og klippir á sér hárið: „Ég endaði með Dumb and Dumber pottlok“

Jóhanna María Einarsdóttir
Miðvikudaginn 1. apríl 2020 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á tímum samkomubanns er óráðið að fara í klippingu eða annars konar snyrtingu, enda erfitt að tryggja tveggja metra fjarlægð á milli viðskiptavinar og þjónustuaðila. Því eru hárgreiðslustofur og aðrar snyrtistofur lokaðar á meðan Covid-19 óværan gengur yfir.

Þá grípa margir til skæranna, þá sérstaklega þeir sem þola illa hárlubbann í andlitinu. Fólki ferst verkið hinsvegar misvel í höndum og þegar klippt hefur verið, þá reynist oft erfitt að fara til baka…

Einn af þeim sem mundaði skærin nýlega var hann Björn Þorfinnsson, blaðamaður hjá Fréttablaðinu en hann birti fyrir stuttu mynd af árangrinum.

„Í mikilli neyð ákvað ég að fara að ráðum vinar míns (og örvita) sem fullyrti að það væri ekkert mál að klippa sig sjálfur. Ég vandaði mig eins og ég gat en endaði með Dumb & Dumber pottlok. Hér er komin ástæða þess að ég nota ekki myndavélina á símafundum í vinnunni. Blessunarlega mun þetta samkomubann vara eitthvað áfram…“

Björn Þorfinnson er fyrrum blaðamaður DV. Gaf hann gömlum vinnufélögum sínum góðfúslegt leyfi fyrir myndbirtingunni. 

Hárharmleikur

Að sögn er Björn ekki mjög sáttur með útkomuma en það er ljós í myrkrinu. „Ég er búinn að fá skeyti frá hárgreiðslustofunni Yellow þar sem þau buðu fram aðstoð sína til þess að bjarga þessum hárharmleik – eftir að samkomubanni lýkur. Það þótti mér vænt um enda stöndum við Íslendingar saman þegar eitthvað bjátar á,“ segir Björn.

Björn er ekki sá eini sem hefur gripið til slíkra örþrifaráða sem heimaklipping er. Grínistinn Jeff Dunham rakaði nýlega hvert einasta hársnifsi af höfði sínu og virðist sáttur með ákvörðunina.

„Tja… Í gær ákvað ég að þetta væri betra en slæm klipping…“

https://www.facebook.com/JeffDunham/photos/a.10152092544788827/10158235445318827/?type=3&theater&hc_location=ufi

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Agla María var steinhissa: ,,Ég skildi ekkert í þessu“

Agla María var steinhissa: ,,Ég skildi ekkert í þessu“
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Hallgrímskirkja önnur fallegasta í heimi

Hallgrímskirkja önnur fallegasta í heimi
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Steini Halldórs spurður út í fyrirsögn í kvöld: ,,Mér er skítsama um hana“

Steini Halldórs spurður út í fyrirsögn í kvöld: ,,Mér er skítsama um hana“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Sjáðu markið sem tryggði Finnum sigurinn í kvöld

Sjáðu markið sem tryggði Finnum sigurinn í kvöld
Eyjan
Fyrir 10 klukkutímum

Finnst sjálft lýðræðið vera undir á Alþingi

Finnst sjálft lýðræðið vera undir á Alþingi
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Gyokeres vill slíta öll tengsl við Portúgal og sparkar kærustunni

Gyokeres vill slíta öll tengsl við Portúgal og sparkar kærustunni
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Stelpurnar okkar fengu frábærar móttökur fyrir fyrsta leik – Myndband

Stelpurnar okkar fengu frábærar móttökur fyrir fyrsta leik – Myndband

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.