fbpx
Mánudagur 10.ágúst 2020
Bleikt

Courtney opnar sig um hjónabandið alræmda – 16 ára og 50 ára: „Ég er enn að reyna að átta mig á því sem gerðist“

Ritstjórn Bleikt
Miðvikudaginn 5. febrúar 2020 10:00

Courtney Stodden.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrrum táningsbrúðurin og raunveruleikastjarnan Courtney Stodden opnar sig um hvernig það var að vera sextán ára gift fimmtugum karlmanni.

Courtney giftist leikaranum Doug Hutchinson í maí 2011. Þá var hún 16 ára og hann var 50 ára. Doug er þekktur fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni The Green Mile. Courtney var þriðja eiginkona Doug.

Árið 2017 skildu þau á borði og sæng og í janúar á þessu ári fengu þau lögskilnað.

Courtney hefur komið fram í hinum ýmsu raunveruleikaþáttum eins og Celebrity Big Brother.

Hjónin á brúðkaupsdaginn.

Hún opnaði sig nýlega um hjónabandið í hlaðvarpsþætti samfélagsmiðlastjörnunnar Trishu Paytas.

„Mér finnst ég bera ábyrgð á svo mörgu sem hefur gerst í lífi mínu, sem ég ætti ekki að finna fyrir því ég var barn á þessum tíma,“ segir hún og útskýrir nánar um hvað hún er að tala.

„Varðandi föður minn, varðandi skilnað foreldra minna, varðandi höggsins á feril Doug sem hjónabandið okkar orsakaði í byrjun, og varðandi allt þetta með umboðsmann hans og fjölskyldu hans og allt með mig. Þetta er mikið.“

Courtney og Trisha.

Trisha og Courtney fara yfir upphaf sambands Courtney og Doug. Þau kynntust þegar Courtney var á leiklistanámskeiði hjá honum. Trisha spyr hversu lengi samband þeirra hafi verið á faglegu nótunum.

„Ég veit ekki. Ég veit ekki hvort það hafi einhvern tíma hafi verið faglegt,“ segir Courtney.

„Doug er mjög ljóðræn manneskja. Og ég var mjög „þroskuð ljóðræn stelpa“ og ég held að á einhvern hátt hafi þessir tveir heimar sameinast og þetta varð að einhverri brenglaðri ævintýrasögu […] Ég er enn að reyna að átta mig á því sem gerðist,“ segir hún og hlær.

„Ég er fá einskonar sein viðbrögð. Ég var ekki einu sinni nógu gömul til að melta hjónabandið. Heili minn var ekki fullþroskaður. Þannig ég þroskaðist í kringum þetta líf. Ég var alveg: Þetta er klikkað,“ segir Courtney.

Hún viðurkennir að í dag líti hún svo á að hjónabandið hafi verið hálfgerð skrípasýning (e. freakshow).

„Ég var misnotuð þegar ég var mjög ung og hafði enga stjórn á því,“ segir Courtney.

„Já þú varst bara 16 ára,“ segir þá Trisha.

Courtney segir að hún hafi elskað Doug þegar hún giftist honum. Hún segist elska hann enn í dag og hann hana.

„Ég elska hann og ég er mjög þakklát fyrir hann. Á einhvern hátt er eiginlega eins og hann sé minn [Hugh Hefner]. Hann tók á móti mér, hann elskaði mig. Hann kom eins vel fram við mig og hann gat og hann vildi að þetta myndi ganga upp. Hann fórnaði öllu. Ég kann að meta hann fyrir það og ég held að það sé ástæðan fyrir því að ég finn fyrir sektarkennd,“ segir Courtney og er þá að tala um að ferill Doug hafi farið í ruslið þegar þau giftu sig.

„En það er ekki þér að kenna, þú varst sextán ára. Hann var fimmtugur! Hann hefði átt að vita að giftast ólögráða stelpu, hvort sem það er löglegt eða ekki, sé [ekki í lagi],“ segir Trisha.

„Það er það sem sálfræðingurinn minn segir,“ segir þá Courtney og hlær. Hún viðurkennir að hún notar kannabis til að vinna gegn sektarkenndinni sem hún finnur fyrir.

Þær ræða síðan um brúðkaupskjólinn fræg sem var stuttur, þröngur hvítur kjóll.

„Ég held að ég hafi verið að kalla eftir hjálp með þessum klæðnaði,“ segir hún. „Það er eins og fullorðnir í kringum mig á þessum tímapunkti hafi ekki verið að leiðbeina mér. Þeir vissu ekkert hvað þeir ættu að gera.“

Þú getur hlustað á viðtalið hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Bleikt
Fyrir 5 dögum

Segir Ellen hafa hlegið þegar starfsmenn voru niðurlægðir – „Maður þurfti að fara með veggjum“

Segir Ellen hafa hlegið þegar starfsmenn voru niðurlægðir – „Maður þurfti að fara með veggjum“
Bleikt
Fyrir 5 dögum

„Ég stend með Ellen“ – Bróðir Ellen DeGeneres kemur systur sinni til varnar

„Ég stend með Ellen“ – Bróðir Ellen DeGeneres kemur systur sinni til varnar
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Sjáðu myndirnar – Stjörnubörnin sem snýtt voru úr nös – Tvífarar foreldra sinna

Sjáðu myndirnar – Stjörnubörnin sem snýtt voru úr nös – Tvífarar foreldra sinna
Bleikt
Fyrir 1 viku

Jessica Simpson fyrirgaf konunni sem misnotaði hana kynferðislega

Jessica Simpson fyrirgaf konunni sem misnotaði hana kynferðislega
Bleikt
Fyrir 1 viku

Segist stunda kynlíf með draug

Segist stunda kynlíf með draug
Bleikt
Fyrir 2 vikum

Spáð í stjörnurnar – Lesið í Tarot Eivøru Pálsdóttur

Spáð í stjörnurnar – Lesið í Tarot Eivøru Pálsdóttur

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.