fbpx
Fimmtudagur 27.nóvember 2025

Þau dreymdi um að geta kysst hvort annað á brúðkaupsdaginn – Sjáðu magnaðan árangur þeirra

Ritstjórn Bleikt
Þriðjudaginn 17. september 2019 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Parið Sarah og Justin vildu geta gert aðeins eitt fyrir brúðkaup sitt, að kyssa hvort annað við altarið. En þessi áður auðvelda athöfn var farin að reynast þeim mjög erfið vegna þyngdar þeirra.

Parið kemur fram í áströlsku þáttunum This Time Next Year. Fyrir ári síðan komu þau fyrst fram í þáttunum og sögðust ætla að taka mataræðið í gegn og byrja að hreyfa sig í þeirri von að þau gætu smellt kossi á hvort annað. Þá var Justin 135 kg og Sarah var 123 kg. Þau vildi missa samtals 110 kg.

„Af hverju getið þið ekki kyssts?“ Spurði þáttastjórnandinn Karl Stefanovic.

„Við skulum sýna þér það Karl,“ svaraði Justin og svo sýndi parið erfiðleika sína við að kyssa hvort annað.

Justin sagði að þau hefðu bætt á sig þó nokkrum aukakílóum eftir að hafa borðað McDonalds reglulega og drukkið „nokkra lítra af Coke“ á hverjum degi.

En þau vildu ekki aðeins missa 110 kg til að kyssast á brúðkaupsdaginn, heldur einnig svo þau gætu verið lengur til staðar fyrir börnin sín.

„Pabbi minn dó úr hjartaáfalli fyrir nokkrum árum, svo ef það er í framtíðinni þá er það ekki sanngjarnt fyrir börnin okkar,“ sagði Sarah.

Hún sagði líka frá ýmsum heilsukvillum sem þau væru að glíma við.

Ári seinna kom parið aftur fram í This Time Next Year og er ótrúlegur munur á þeim.

Hjónin fengu ósk sína uppfyllta þegar þau kysstust við altarið umkringd fjölskyldu og vinum.

„Þetta var magnaður dagur. Ég fékk að giftast konu drauma minna og fékk að gera það með börnunum mínum,“ sagði Justin.

Á einu ári tókst parinu að missa samtals 67 kg. Justin er 102 kg í dag og Sarah er 89 kg.

„Fyrir mig þá var það að borða betur, sleppa snarli og drekka sykurlaust gos,“ sagði Justin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Segist vera í formi ferilsins

Segist vera í formi ferilsins
Fókus
Fyrir 4 klukkutímum

Jafnar sig eftir skilnaðinn á Íslandi

Jafnar sig eftir skilnaðinn á Íslandi
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Albert sýknaður í landsrétti

Albert sýknaður í landsrétti
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Getur ekki beðið eftir að mæta sínum fyrrum félögum um helgina

Getur ekki beðið eftir að mæta sínum fyrrum félögum um helgina
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Aron Jó leystur undan starfsskyldum hjá Val – Má ræða við önnur félög

Aron Jó leystur undan starfsskyldum hjá Val – Má ræða við önnur félög
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Fyrrum leikmaður bendir á tilburði Salah í gær og segir hann til skammar – Nú verði Slot að taka ákvörðun

Fyrrum leikmaður bendir á tilburði Salah í gær og segir hann til skammar – Nú verði Slot að taka ákvörðun

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.