fbpx
Þriðjudagur 09.desember 2025

Íslenskar mæður takast á – Er í lagi að gata eyrun á 11 mánaða gömlu barni?

Ritstjórn Bleikt
Fimmtudaginn 29. ágúst 2019 14:00

Er þetta í lagi?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ein móðir setti færslu inn í Facebook-hópinn Mæðra Tips og spurðist fyrir um hvar hún getur farið og látið setja göt í eyrun á 11 mánaða barni.

Svörin létu ekki á sér standa. Á meðan nokkrar mæður bentu henni á hvert hún gæti farið, viðruðu aðrar mæður skoðanir sínar um götun ungra barna.

Þetta málefni er greinilega hitamál meðal íslenskra mæðra. Þegar greinin er skrifuð er rúm klukkustund síðan færslan var sett inn í hópinn og hafa yfir 53 ummæli verið skráð við hana.

Eins og fyrr segir svöruðu nokkrar mæður fyrirspurn konunnar og nefndu staði þar sem hún gæti látið gata 11 mánaða gamalt barn sitt.

Ein móðir segist mæla með því að fara með barnið til gatara og láta stinga með nál í stað þess að skjóta.

Algengt er að það sé skotið í bæði eyrun í viðbót.

„Ég fór með mína þegar hún var 8 mánaða í Mebu. Þær voru tvær og skutu á sama tíma. Ekkert mál,“ segir ein móðir.

„Meba tekur ekki undir 2 ára, stendur í reglunum þeirra. Var með mína 7 ára í byrjun ágúst þar,“ segir önnur.

„ég fór með mína tíu mánaða í júní til Sessu í Tattoo og skart og það er ekkert skakkt og voru engar svefnlausar nætur. Hún var verri eftir allar bólusetningar sínar heldur en að fá göt í eyrun! Þannig ég segi bara þú!“

Er þetta í lagi?

En aðrar mæður létu í sér heyra hvað þeim þótti um að gata eyru á svona ungu barni.

„Þegar barnið er eldra,“ skrifar ein kona.

„Þetta er algerlega þín ákvörðun, en ertu búin að hugsa þetta alveg? Hún á eftir að finna til í nokkrar vikur sem þýðir svefnlausar nætur fyrir þig, og það er helmingi meiri sýkingarhætta þar sem hún á eftir að fikta í eyrunum því hún finnur til. Þegar hún er orðin eldri gætu götin verið skökk þar sem eyrun eru ekki full vaxin. Aftur algerlega þín ákvörðun (dæmi ekki), bara benda þér á þetta ef þú vissir það ekki fyrir,“ skrifar ein kona á Facebook.

„Myndir þú gata nefið á 1 árs barni? Ég sé ekki muninn,“ skrifar önnur kona og heldur áfram:

„Æi sorry – ég meinti þetta ekki í vondu samt. Persónulega mun ég bíða þangað til dóttir mín 1 árs, biður um það sjálf. Því þetta gleður börnin ekki á þessum aldri, heldur foreldrana. Foreldrar gata börnin sín fyrir sína gleði en ekki barnanna. Ef það er ekki tengt trúarbrögðum.“

„Greyið barnið. Þau finna alveg jafn mikið til þegar þau eru 1 vikna, 11 mánaða, 6 ára eða 16 ára. Eini munurinn er að eldri krakkarnir/fullorðið fólk getur tekið ákvörðun fyrir sig sjálft en barnið hefur ekkert um þetta að segja þegar það er svona ungt.“

Hvað segja lesendur? Hvenær er í lagi að gata eyrun á börnum?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Banaslys í Mosfellsbæ

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 klukkutímum

Orðið á götunni: Miðflokkurinn sótti handbók í lýðskrumi til Trump – beinir málflutningi sínum að fólkinu við eldhúsborðið

Orðið á götunni: Miðflokkurinn sótti handbók í lýðskrumi til Trump – beinir málflutningi sínum að fólkinu við eldhúsborðið
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Íslenskt teymi fær stórt tækifæri í Evrópu í vikunni

Íslenskt teymi fær stórt tækifæri í Evrópu í vikunni
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Segir þetta stærsta réttlætismál næstu ára – „Til konunnar sem þurfti að gefa barnið sitt í burtu“

Segir þetta stærsta réttlætismál næstu ára – „Til konunnar sem þurfti að gefa barnið sitt í burtu“
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Ætla að reyna að gera allt til að Semenyo fari ekki í janúar – Gæti fengið að fara fyrir miklu lægri upphæð næsta sumar

Ætla að reyna að gera allt til að Semenyo fari ekki í janúar – Gæti fengið að fara fyrir miklu lægri upphæð næsta sumar
Eyjan
Fyrir 7 klukkutímum

Karl Ágúst Úlfsson: Spaugstofan hófst með Skaupinu 1985 – lék fyrst með Sigga Sigurjóns 19 ára

Karl Ágúst Úlfsson: Spaugstofan hófst með Skaupinu 1985 – lék fyrst með Sigga Sigurjóns 19 ára
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Ískaldur Garnacho hikaði ekki þegar hann var spurður – „Nei“

Ískaldur Garnacho hikaði ekki þegar hann var spurður – „Nei“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Mættur aftur til vinnu eftir handtöku á laugardag – Skallaði einstakling sem hann óttaðist að ætlaði að ræna sig

Mættur aftur til vinnu eftir handtöku á laugardag – Skallaði einstakling sem hann óttaðist að ætlaði að ræna sig
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Guðný segir að til að forðast áreiti gefi sumar konur upp karlmannsnafn þegar þær panta mat á netinu

Guðný segir að til að forðast áreiti gefi sumar konur upp karlmannsnafn þegar þær panta mat á netinu