fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024

Stjörnuspá vikunnar: Miklir umbrotatímar – Línan á milli vina og elskhuga ansi þunn

Ritstjórn Bleikt
Sunnudaginn 11. ágúst 2019 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjörnuspá vikunnar

Gildir 11. til 17. ágúst

stjornuspa

Hrútur

21. mars–19. apríl

Þú skalt þora að vera hvatvís í þessari viku. Ef þú stekkur á öll spennandi tækifæri gæti það leitt þig í mikil ævintýri og allt aðra átt. Þetta gildir líka í ástarlífinu. Einhleypir hrútar ættu að þora að fara á stefnumót með ólíklegum maka á meðan lofaðir hrútar ættu að finna upp á nýjum leiðum til að krydda kynlífið.

stjornuspa

Naut

20. apríl–20. maí

Þú skalt reyna að vera eins mikið í fríi eftir vinnu og mögulegt er. Ekki taka á þig aukaverkefni heldur einbeittu þér að því að gera eitthvað með fólkinu sem þú elskar. Svo er komið að því að þú bjóðir vinahópnum í mat – eitthvað sem hefur setið á hakanum. Drífðu í því!

stjornuspa

Tvíburar

21. maí–21. júní

Þú ert að ganga í gegnum mikla umbrotatíma og allir hafa skoðanir á þeirri leið sem þú hefur valið þér að fara í lífinu. Þú mátt hins vegar ekki hlusta á allar þessar skoðanir því þá missir þú vitið. Hins vegar gæti þetta verið góður tími til að játa eigin veikleika og viðurkenna að þú þarft aðstoð.

stjornuspa

Krabbi

22. júní–22. júlí

Vá, vá, vá! Hjá krabbanum er allt að gerast í ástarlífinu þessa vikuna. Nú gæti logi verið tendraður sem á eftir að lifa lengi í – ef þú hugsar um hann. Lofaðir krabbar eiga líka mjög spennandi viku í vændum með nóg af rómantík, kertaljósum, góðum mat og nautnakossum.

stjornuspa

Ljón

23. júlí–22. ágúst

Þú þarft virkilega að fara að einbeita þér að þér sjálfri/sjálfum, elsku ljón. Þú lætur svolítið ganga yfir þig þótt þú sért með bein í nefinu. Vertu örlítið sjálfselsk/ur og skráðu þig til dæmis á kvöldnámskeið til að eyrnamerkja tíma fyrir sjálfa/n þig. Ef þú ert óviss með eitthvað í lífinu skaltu tala um það – ekki bara velkjast áfram í vafa.

stjornuspa

Meyja

23. ágúst–22 .sept

Þetta er mjög tilfinningarík vika fyrir meyjuna. Það er grunnt á alls kyns tilfinningum sem þú hefur troðið mjög langt niður í einhvern tíma. En nú er komið að skuldadögum og meyjan opnar sig loksins um það sem er að angra hana. Sem betur fer á hún góða að sem nenna að hlusta og vera til staðar.

stjornuspa

Vog

23. sept–22. okt

Þú ert í miklu stuði þessa dagana og vilt hafa eins gaman í kringum þig og mögulegt er. Þú skipuleggur teiti fyrir vini og kunningja til að kveðja sumarið og það gengur líka svona vel. Svo færðu mjög góðan hóp af spennandi fólki í kringum þig í vinnunni sem leggur af stað í vegferð sem á eftir að verða mjög gjöful.

stjornuspa

Sporðdreki

23. okt–21. nóv

Þú ert búin/n að ganga með sniðuga viðskiptahugmynd í maganum í talsverðan tíma og nú er loksins komið að því að þú fáir tækifæri til að láta hana verða að veruleika. Þú skalt kýla á það og ekki hugsa þig tvisvar um – þetta gæti orðið til þess að þú græddir fullt af peningum.

stjornuspa

Bogmaður

22. nóv–21. des

Það er enginn fullkominn – ekki þú heldur. Þú hefur ofboðslega miklar áhyggjur af því þessa dagana að þú valdir fólkinu í kringum þig vonbrigðum. Í guðanna bænum ekki hafa áhyggjur af því þar sem það gera sér allir grein fyrir því að þú ert ekki fullkomin/n – þótt þú sért ansi nálægt því.

stjornuspa

Steingeit

22. des–19. janúar

Það er hugsanlegt að sumarástin sem þú fannst fyrir nokkrum vikum sé komin á endastöð og ástarloginn slokknaður. En það er allt í lagi – þú bjóst við því. Þetta hefur verið góður tími og þú ert þakklát/ur fyrir hann. Lofaðar steingeitur eiga jafnframt von á að það þurfi að blása smá lífi í erótíkina í sambandinu eftir annasamt sumar.

stjornuspa

Vatnsberi

20. janúar–18. febrúar

Fyrir einhleypa vatnsbera verður línan á milli vina og elskhuga ansi þunn. Þetta gæti komið bæði þér og góðum vini þínum á óvart, en stundum sér vatnsberinn bara ekki skóginn fyrir trjánum. Auðvitað byrjar þú að efast um að þetta sé góð hugmynd en slepptu því og láttu á það reyna.

stjornuspa

Fiskar

19. febrúar–20. mars

Þér gengur svakalega vel í vinnunni og nærð hverju markmiðinu á fætur öðru. Þetta verður til þess að þig langar að bæta við þig menntun og þú byrjar að skoða hvort það sé raunhæfur möguleiki á næstunni. Þetta gæti verið upphafið að einhverju stórkostlega skemmtilegu og gefandi.

Afmælisbörn vikunnar

11. ágúst – Bragi Ólafsson, rithöfundur og tónlistarmaður, 57 ára
12. ágúst – Sveinn Andri Sveinsson lögfræðingur, 56 ára
13. ágúst – Einar Ágúst Víðisson tónlistarmaður, 46 ára
15. ágúst – Vigdís Grímsdóttir rithöfundur, 66 ára
16. ágúst – Andrés Ingi Jónsson alþingismaður, 40 ára
17. ágúst – Björn Ingi Hilmarsson leikari, 57 ára

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Siggi stormur óvenju bjartsýnn varðandi sumarið – „Ég er eiginlega í sjöunda himni yfir þessu”

Siggi stormur óvenju bjartsýnn varðandi sumarið – „Ég er eiginlega í sjöunda himni yfir þessu”
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Ógeðslegt athæfi – Pissaði í glas og skvetti á aðra áhorfendur

Ógeðslegt athæfi – Pissaði í glas og skvetti á aðra áhorfendur
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Ofbeldismenn herja á starfsfólk Héraðssaksóknara

Ofbeldismenn herja á starfsfólk Héraðssaksóknara
Pressan
Fyrir 6 klukkutímum

Leikfimiskennari sakaður um að taka nektarmyndir af yfir 100 stúlkum

Leikfimiskennari sakaður um að taka nektarmyndir af yfir 100 stúlkum
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Setur glæsilegt hús sitt á sölu – Vill fá 800 milljónir fyrir það

Setur glæsilegt hús sitt á sölu – Vill fá 800 milljónir fyrir það
Pressan
Fyrir 7 klukkutímum

Varpa sprengju inn í Gilgo-morðmálið – Er lögreglan að fela eitthvað ?

Varpa sprengju inn í Gilgo-morðmálið – Er lögreglan að fela eitthvað ?
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Miklar breytingar á enska bikarnum um næstu helgi – Ekki spilað í deildinni um sömu helgi

Miklar breytingar á enska bikarnum um næstu helgi – Ekki spilað í deildinni um sömu helgi
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Eiginkona Gundogan blandar sér í stríðið í klefanum hjá Barcelona

Eiginkona Gundogan blandar sér í stríðið í klefanum hjá Barcelona

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.