fbpx
Föstudagur 14.ágúst 2020
Bleikt

Móeiður lærði að horfa á lífið í öðru ljósi: „Það ÞARF enginn að vera í sambandi til að vera hamingjusamur“

Ritstjórn Bleikt
Þriðjudaginn 8. október 2019 21:30

Móeiður Sif Skúladóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Á síðustu 2 árum eða svo hef ég lært að horfa á lífið í öðru ljósi en ég gerði áður. Það urðu miklar breytingar í mínu lífi, ég hætti í sambandi og fór að vinna mikið í sjálfri mér, meira en ég gerði áður, og það má segja að ég hafi þurft svolítið að byrja upp á nýtt. Ég lærði að horfast í augu við sjálfan mig og byrja á því að breyta því sem ég þurfti að breyta í mínu fari,“ segir Móeiður Sif Skúladóttir í aðsendri grein til Bleikt. Móeiður Sif er 31 árs og býr í Keflavík.

Viðhorfið breyttist

„Ég gerðist vegan fyrir 2 árum og fór þar að leiðandi að huga betur að mataræðinu mínu, ég fór fyrr að sofa og vaknaði fyrr á morgnana og fór að mæta í ræktina á hverjum degi og strax þá fann ég hvað mér leið svo miklu miklu betur. Hefði ég bara vitað hvað þetta skiptir ótrúlega miklu máli þá hefði ég byrjað fyrir löngu. En ég veit það núna. Það var ekki bara þessi grunnatriði sem ég breytti heldur hefur almennt viðhorf mitt á lífið breyst svo mikið.

Í dag veit ég að það ÞARF enginn að vera í sambandi til að vera hamingjusamur. Við eigum heldur ekki að þurfa samþykki annara til að lifa okkar lífi. Þetta er OKKAR líf og það á enginn að stjórna okkar lífi, sama hvort það sé maki eða einhver annar.

Við eigum öll að hafa frelsi til að vera við sjálf, sama hversu asnaleg einhverjum öðrum finnst við vera. Álit annara kemur okkur bara ekki við! Það sem öðrum finnst um okkur er þeirra mál og það á enginn að geta stjórnað öðrum með sínum skoðunum.“

Aldrei of seint

„Það eina sem skiptir máli er að við elskum okkur sjálf, nákvæmlega eins og við erum, með alla okkar galla og kosti, en á sama tíma er ALDREI of seint að bæta sig og gera breytingar í okkar lífi.

Að elska sjálfan sig er ekki sjálfselska heldur nauðsyn! Ef við hugsum ekki vel um okkur sjálf þá brennum við út og við getum þá ekki gefið frá okkur og elskað aðra.

Við erum alltaf að læra, á hverjum degi, kannski mismikið en alltaf erum við að breytast, en það vaknar enginn einn daginn og hugsar: „Í dag er ég tilbúinn, full þroskaður og þarf ekki að læra meira.“ Það bara virkar ekki þannig. Ef að einhver lendir í því þá er sá aðili líklega sjálfumglaður (e. narcisist) og þarf að leita sér hjálpar hjá fagaðila strax!“

„Fórnarlamba-leikur“

„Að lifa í reiði er allt of algengt og gerir engum gott. Það skemmir mest fyrir þeim sem að lifir þannig og þeim sem umgengst hann,“ segir Móeiður Sif.

„Það má segja að þeir sem eru alltaf reiðir út í allt og alla séu í einskonar „fórnarlamba-leik.“ Það er allt öllum öðrum að kenna að lífið sé svo glatað, allt er svo ósanngjarnt og bla bla.

Reiði breytir aldrei aðstæðunum og er því frekar tilgangslaust. En auðvitað er ekki alltaf hægt að stjórna því EN það er hægt að temja sér það að LIFA ekki í reiði. Það er hægt að forrita hugann í hina áttina, það tekur kannski smá tíma og aga en það er hægt!

Venjum okkur frekar á að hugsa: „Hvað get ég gert til að breyta aðstæðum?“

Ef það er ekkert sem að við getum gert til að breyta aðstæðum, þá þurfum við að læra að sleppa tökum á þessu ákveðna máli og HÆTTA að láta það eitra fyrir sér og þeim sem eru í kringum okkur.

Við græðum ekkert á að tuða endalaust yfir öllu því neikvæða í kringum okkur, stoppum þegar þessar hugsanir koma og hugsum- er þetta eitthvað sem ég þarf að ræða, er þetta að fara að bæta andrúmsloftið og hvað gerir þetta fyrir skapið mitt og þeirra sem ég vill tala um þetta við.“

Lausnir en ekki neikvæðni

„Beinum athyglinni á LAUSNIR og það jákvæða í aðstæðum, ekki alltaf það neikvæða. Það sem þú beinir athyglinni á VEX og við höfum valdið til að velja, hvað er það sem að við viljum að vaxi í okkar lífi? Er það þessi pirrandi stjórnmálamaður sem getur aldrei gert neitt rétt og við getum ekki breytt, eða er það okkar andlega og líkamlega heilsa, námið sem við erum í, framtíðar markmið okkar, vinir og fjölskylda og svo framvegis.

Orkan sem við gefum frá okkur skiptir svo miklu máli og það eru ekki allir sem gera sér grein fyrir því. Þú annaðhvort smitar frá þér jákvæðni eða dregur fólk niður með þér í neikvæðni og/eða færð fólk til að forðast þig.

Það nennir enginn að umgangast neikvætt fólk, nema kannski þeir sem eru þannig líka, því við drögum til okkar fólk með svipaða orku eða eru á sömu „bylgjulengd.“

Ef þú ert fastur í neikvæðri orku alla daga þá dregur þú til þín meiri neikvæðni og öfugt.“

Ekki flókið

„Þetta á ekki að vera flókið, ef þú ert ekki sáttur með eitthvað – breyttu því. Ef þú getur ekki breytt því – hættu þá að tuða yfir því, lærðu að lifa með því og pældu í einhverju öðru!

Við getum stjórnað tilfinningum okkar og hugsunum AÐ VISSU MARKI en við höfum fulla stjórn á því hvert við beinum athyglinni okkar á, og það skiptir svo miklu máli því að það er það sem vex. Þetta er allt bara æfing og kemur með tímanum, en treystu mér- þetta virkar!

Svo er annað með reiðina. Heimurinn er ekki á móti þér þó að þér líði illa eða hlutirnir eru ekki eins og þú vilt að þeir séu.

Það eru flestir bara að spá í sér og sínu lífi og ef að einhver er leiðinlegur eða ósanngjarn þá er það ÞEIRRA vandamál, ekki þitt, og ekki láta það skemma þína orku, ekki taka það til þín og fara svo að smita aðra með þeirri neikvæðu orku.“

„Bubble boy“

„Ímyndaðu þér að þú sért með ósýnilega kúlu í kringum þig, svona eins og í bíómyndinni „bubble boy.“ Þetta er þín kúla með þinni orku og þú vilt hafa hana fulla af jákvæðri orku, ekki hleypa neikvæðni inn í hana.

Það þýðir heldur ekki að tuða yfir tuði annara, þá ertu kominn í sama pakka. Við stjórnum ekki öðrum, það er hægt að hafa jákvæð áhrif á aðra og reyna að tala um eitthvað skemmtilegt til að breyta umræðuefninu og hjálpa þeim að finna lausnir á vandamálunum en það er ekki í okkar valdi að breyta þeim,“ segir hún.

„Gerðu góðverk! Það þarf ekki að vera mikið, bara eitthvað á hverjum degi. Eitthvað sem fær manneskju til að brosa. Hrósaðu fólki, bæði þeim sem þú þekkir og ókunnugum, það lætur ykkur báðum líða betur.“

Brosir alltaf

„Ég vinn í þjónustustarfi og reyni að tileinka mér þetta þegar ég get. Það má heldur ekki ofgera þetta en ég brosi alltaf til viðskiptavina, býð þeim góðan daginn og ef að mér finnst manneskjan til dæmis vera með fallegt hálsmen, tösku, eða hvað sem er þá segi ég það!

Ég passa samt að vera ekki of persónuleg eins og að segja „OMG hvað þú ert hot!“ meira eitthvað lítið. Ég hef aldrei lent í því að manneskjan brosi ekki þegar ég hrósa henni og það fær mig líka til að brosa. Þetta hjálpar mér líka að líða ekki eins og vélmenni í vinnunni, gerir þjónustuna persónulegri og skemmtilegri fyrir alla. Og ekki bara hrós heldur reyna að tala við fólkið eins og það séu bara mínir vinir og reyni að troða inn smá spjalli ef að tækifæri gefst.“

Ekki gleyma þakklætinu

„Það má ekki gleyma þakklætinu. Það sem hefur hjálpað mér mest af öllu í mínu daglega lífi er að taka eftir öllu því sem að ég get verið þakklát fyrir.

Ég á bók sem ég skrifa í, helst á hverjum degi, allt það góða í mínu lífi. Allt sem að ég er þakklát fyrir og sem er betra í mínu lífi í dag miðað við hvernig það var áður. Það hvetur mig áfram.

Þegar við skrifum svona niður þá festist það frekar í hausinn á okkur. Við förum að taka meira eftir því jákvæða í kringum okkur frekar en því neikvæða.

Það er alltaf EITTHVAÐ jákvætt sem við getum funduð og oftar en ekki er bara hellingur. Við þurfum bara að opna augun og taka eftir því.“

Eðlilegt að fá niðursveiflur

„Auðvitað getum við ekki alltaf verið hress og liðið vel, flest okkar fáum einhverjar niðursveiflur og það er bara eðlilegt.

Við höfum öll tilfinningar sem við ráðum ekki alltaf við en þá þurfum við að minna okkur á að allar tilfinningar koma og fara, þær líða hjá, en þangað til er gott að hlúa að sér- borða hollt, sofa nóg og öll hreyfing hjálpar. Verum opin, tölum við vini og ættingja, það er yfirleitt einhver sem er tilbúinn að hlusta, ef ekki þá er alltaf hægt að hringja í hjálparsíma rauða krossins.“

Að lokum segir Móeiður:

„En svona í lokin. Vertu frekar pirrandi jákvæða týpan heldur en leiðinlegi tuðarinn. Þitt er valið.

Ekki taka lífinu of alvarlega, vertu stundum kjánaleg/ur, brostu meira, hlæðu meira, hrósaðu meira og knúsaðu oftar.

Einblíndu á lausnir og það jákvæða sem er til staðar og þér mun líða betur, og það smitar frá sér.

Og mundu, húmorinn lengir lífið!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Bleikt
Fyrir 2 dögum

Kylie Jenner afhjúpuð af TikTok-stjörnu – Sjáðu hvernig hún lítur út án fegrunaraðgerða

Kylie Jenner afhjúpuð af TikTok-stjörnu – Sjáðu hvernig hún lítur út án fegrunaraðgerða
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Höfða mál gegn Tiger King stjörnunni Carole Baskin

Höfða mál gegn Tiger King stjörnunni Carole Baskin
Bleikt
Fyrir 1 viku

Læknar ætluðu ekki að endurlífga börnin hennar – Ótrúlegar myndir

Læknar ætluðu ekki að endurlífga börnin hennar – Ótrúlegar myndir
Bleikt
Fyrir 1 viku

„Eiginmaður minn neitar að sofa hjá mér – hann segir að við séum of feit“

„Eiginmaður minn neitar að sofa hjá mér – hann segir að við séum of feit“
Bleikt
Fyrir 1 viku

Giftur hjúkrunarfræðingur heldur framhjá þegar hún segist vera á næturvöktum – „Með honum hófst alvöru framhjáhald“

Giftur hjúkrunarfræðingur heldur framhjá þegar hún segist vera á næturvöktum – „Með honum hófst alvöru framhjáhald“
Bleikt
Fyrir 1 viku

Rappari sakaður um að nýta hörmungarnar í Beirút í söluskyni

Rappari sakaður um að nýta hörmungarnar í Beirút í söluskyni
Bleikt
Fyrir 1 viku

Hvaðan fékk raunveruleikastjarnan innblástur fyrir agnarsmáu sundfötin sín?

Hvaðan fékk raunveruleikastjarnan innblástur fyrir agnarsmáu sundfötin sín?
Bleikt
Fyrir 1 viku

Áhorfendur áttu erfitt með að halda aftur tárunum – Bað stjúpföðurinn um að hætta að lemja drenginn

Áhorfendur áttu erfitt með að halda aftur tárunum – Bað stjúpföðurinn um að hætta að lemja drenginn

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.