fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025

Hann borgar konum til að bróka sig á almannafæri: „Ég held að það séu margir með brókunar-blæti“

Ritstjórn Bleikt
Fimmtudaginn 8. ágúst 2019 21:30

Mynd: My London News.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður, sem kýs að koma fram nafnlaus, segir frá því hvernig hann borgar konum 15 þúsund krónur fyrir að bróka sig á almannafæri. Maðurinn, sem er með „blæti fyrir brókun“, segir My London News sögu sína.

Hann vill láta kalla sig Bobby og segir að þetta sé „fullkomin blanda af niðurlægingu, undirgefni og sársauka.“

Bobby heldur að þetta hafi allt saman byrjað þegar hann var lagður í einelti í skóla og brókaður af öðrum krökkum. Hann er í dag 26 ára.

„Það er erfitt að segja hvenær hugsunin um brókun breyttist úr martröð (þegar þeir sem lögðu mig í einelti gerðu það) yfir í eitthvað sem ég er hrifinn af núna,“ segir Bobby.

„Það er óhætt að segja að ég var brókaður margsinnis í æsku. Skólaganga mín var frekar hrottaleg. Ég man eftir einu atviki sérstaklega. Í lok skólaársins, þegar ég var um fimmtán ára, var ég hífður upp á nærbuxunum á trégrein og skilinn eftir þar. Ég man að hópur af stelpum stóðu bara þarna og hlógu að mér og fóru síðan í tíma. Til að gera hlutina verri þá þurftu kennarar að hjálpa mér niður (ég vildi óska þess að ég var ekki í svona sterkum nærbuxum!). Ég get ekki sagt að blæti mitt hafi byrjað á þessu augnabliki en ég man sérstaklega vel eftir þessum stelpuhóp,“ segir Bobby.

Konur í Hyde Park rifu nærbuxurnar af honum. Mynd: My London News.

„Í háskóla þekkti ég stóran hóp af mjög sjálfsöruggum stelpum sem brókuðu mig í djóki af og til. Á þessum tíma var þetta orðið eitthvað sem ég var alveg til í.“

Yfir árin hefur þetta orðið að einhverju sem Bobby er mjög hrifinn af og vill helst að konur bróki hann því það er „meira niðurlægjandi.“

Bobby segir að hann borgar konum til að bróka sig um það bil aðra hverja viku og hefur efni á því þar sem hann vinnur fyrir Lundúnarborg.

„Það er misjafnt hvað ég borga mikið, það fer eftir hversu góð brókunin er. Það mesta sem ég hef eytt í brókun er 15 þúsund krónur þegar tvær konur rifu nærbuxurnar af mér í Hyde Park á margmennum sumardegi.“

Bobby vill láta bróka sig á almannafæri og hefur verið brókaður um alla Lundúnarborg, meira að segja á Oxford Street.

„Það eru nokkrir einstaklingar sem bróka mig reglulega á mismunandi stöðum í London. Þeir virðast virkilega njóta þess,“ segir hann og bætir við að það getur verið erfitt að finna fólk til að bróka sig, og notar hann oft samfélagsmiðla til þess.

„Ef ég á að vera hreinskilinn þá held ég að það sé mikið af fólki með brókunarblæti. En ég þekki ekki beint neinn sem er með það, en það eru margir með það á netinu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Jóhann Berg staðfestur hjá nýju félagi

Jóhann Berg staðfestur hjá nýju félagi
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Dagný Brynjars: ,,Forsetinn að koma í heimsókn svo pössum að fara snemma að sofa“

Dagný Brynjars: ,,Forsetinn að koma í heimsókn svo pössum að fara snemma að sofa“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Ingibjörg eftir tapið: ,,Auðvelt að segja að þetta sé venjulegt“

Ingibjörg eftir tapið: ,,Auðvelt að segja að þetta sé venjulegt“
Fókus
Fyrir 8 klukkutímum

Sjaldséð sjón: Goðsögn frá sjöunda áratugnum mætti á rauða dregilinn

Sjaldséð sjón: Goðsögn frá sjöunda áratugnum mætti á rauða dregilinn
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Afar slæm tíðindi fyrir Ísland – „Var sem sagt bara verið að gaslýsa heila þjóð“

Afar slæm tíðindi fyrir Ísland – „Var sem sagt bara verið að gaslýsa heila þjóð“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

City að kaupa 15 ára framherja á 250 milljónir – Faðir hans lék með Everton

City að kaupa 15 ára framherja á 250 milljónir – Faðir hans lék með Everton
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Dagmar brá við óþægilegt símtal frá lögreglunni – Biggi Sævars lét verða af hótuninni – „Týpísk taktík hjá svona mönnum“

Dagmar brá við óþægilegt símtal frá lögreglunni – Biggi Sævars lét verða af hótuninni – „Týpísk taktík hjá svona mönnum“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Össur telur að málþófið muni reynast Sjálfstæðismönnum dýrkeypt

Össur telur að málþófið muni reynast Sjálfstæðismönnum dýrkeypt

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.