fbpx
Mánudagur 10.ágúst 2020
Bleikt

Hvað segir stjörnumerki þitt um kynlífið?

Ragnheiður Eiríksdóttir
Laugardaginn 20. apríl 2019 17:30

Þar hafið þið það!

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er margt sem stjörnumerkin segja um okkur og þó spekin sé ekki algild og fullkomin er hún alltaf skemmtileg. Hér má sjá greinargóðan lista yfir það hvað stjörnumerkin segja um kynlífið þitt!

Steingeitin

(22. desember – 19. janúar)

Steingeitin er trúboðastelling stjörnumerkjanna. Hún er tyggur félagi, samkvæm sjálfri sér og áreiðanleg. Steingeitin er kannski ekki sú frumlegasta en hún kann sitt fag.

Þar sem steingeitin er mjög áreiðanleg er hún örugglega alltaf með smokk á sér þegar hans er þörf. Þegar kemur að stefnumótum steingeitarinnar er hún gætin og hlédræg í fyrstu, en það breytist allt ef hún býður þér heim.

Vatnsberinn

(20. janúar – 18. febrúar)

Vatnsberinn er uppfinningasamur og forvitinn; ein af þessum furðulegu stellingum sem þú finnur í Kama Sutra bókum. Blæti hans eru gjarnan óvenjuleg og örgrandi, en ef þau eru þér ekki að skapi skaltu bara segja það hreint út.

Þar sem vatnsberinn eru viðkunnanlegur vill hann glaður breyta til fyrir þig. Hann er ekki ágengur, þó hann hafi kannski fikrað sig áfram og prófað ýmislegt. Það er jafn auðvelt að umgangast vatnsberann og það er að sofa hjá honum.

Fiskurinn

(19. febrúar – 20. mars)

Fiskurinn er viðkvæmur og gefandi. Hann ríður þér ekki; hann nýtur ásta. Skeiðin er kynlífsstelling sem lýsir fiskunum best; náin og notalegur en jafnframt kynæsandi.

Fiskurinn setur þarfir þínar á undan sínum eigin, svo þú kemur fyrst. Stundum lætur hann draumórana ráða ferðinni og þá verður kynlífið alveg hreint yfirnáttúrulegt.

Hrúturinn

(21. mars – 19. apríl)

Hrúturinn er hvatvís og ævintýragjarn. Hann vill vera við stjórnvölinn og því hentar hundastellingin honum vel.

Hrúturinn er dálítið ákafur og vill taka í taumana – jafnvel bókstaflega – svo ef þú vilt fjörugt kynlíf skaltu hiklaust finna þér hrút.

Nautið

(20. apríl – 20. maí)

Nautið á það til að sýna leti og þrjósku og vill því sjaldnar vera ofan á, þó það taki vissulega þátt í hita leiksins. Karlkyns nautið vill hafa konuna ofan á, leyfa henni að taka í taumana og stjórna ferðinni.

Kvenkyns nautið kýs stöðuga stellingu, setur fæturna upp í loft og leyfir karlinum að stjórna hraðanum. Nautið eru skynsamt og áreiðanlegt, svo það er alltaf smokkur í veskinu. Þó skaltu ekki búast við einnar nætur gamni frá nautinu. Því líkar ekki of mikill þrýstingur svo farðu varlega og vertu blíð/ur þegar þú nálgast nautið.

Tvíburinn

(21. maí – 20. júní)

Tvíburinn er orkumikill og hugmyndaríkur; makalaus félagi þegar kemur að munnmökum. Persónuleiki hans er svo fjölbreytilegur að þú skalt aldrei búast við því sama tvisvar. Tvíburinn er forvitinn og hvatvís.

Tvíburinn er dálítil kjaftaskjóða – svo ef þú sefur hjá honum gætu fleiri fengið að vita allt um útlit og stærð þeirra líkamshluta sem þú sýnir ekki hverjum sem er. Hann lætur sér aldrei leiðast svo þú mátt búast við villtri og trylltri rússíbanareið í rúminu með tvíbura.

Krabbinn

(21. júní – 22. júlí)

Krabbinn er viðkvæmur, fullur af ástúð og vilja til að láta þér líða vel. „Om“ kynlífsstellingin er hans einkennismerki þar sem hann er innilegur verndari í eðli sínu.

Tilfinningar eru krabbanum mikilvægar, svo opnaðu þig og vertu hreinskilin/n. Krabbinn vill kynnast þér – líkamlega og andlega – svo þú mátt búast við því að kúra smá stund eftir kynlífið. Búðu þig undir að deila rúminu með krabbanum því hann færir sig ekki yfir á sína hlið.

Ljónið

(23. júlí – 22. ágúst)

Ljónið elskar athygli og sækir í stellingar þar sem það er í aðalhlutverki og skín sem skærast. Ljónið vill dramatík og læti svo kynlífið er eldheitt og hávært.

Nágrannarnir mun heyra ljónið urra úr svefnherberginu; það eru ástríðufull og ákaft í ástum. Það þráir sviðsljósið og er hreint ekki laust við hégóma; speglar eða myndavélar eru því velkomin viðbót í svefnherbergið.

Meyjan

(23. ágúst – 22. september)

Meyjan er skynsöm og vandvirk; til í hvaða stellingu sem gefur greiðan aðgang að snípnum. Fullkomnunarárátta meyjunnar gerir hana heldur kröfuharða svo ef þú hittir ekki á rétta bletti mun hún leit eitthvert annað.

Hún er skipuleg og rökvís svo þú færð hana ekki úr fötunum á framandi stöðum. Haltu þig við efnið og haltu þig í svefnherberginu ef þú vilt gera meyjunni til geðs.

Vogin

(23. september – 22. október)

Vogin vill vera ofan á. Hún er nærgætin, friðsöm og gestrisin. Styrkleikar hennar og veikleikar felast í sömu eiginleikunum.

Hégómi vogarinnar veldur því oft að hún vill vera ofan á svo þú sjáir hana og ekkert annað. Hún vill skemmta sér vel og það er þér fyrir bestu að meta hana mikils fyrir það sem hún gefur. Hún kann vel að meta hrós og daður.

Sporðdrekinn

(23. október – 21. nóvember)

Sporðdrekinn sér sannleikann úr fjarlægð svo ekki láta þig dreyma um að gera þér upp fullnægingu. Hann er sjálfstæður og getur áorkað hvað sem tekur sér fyrir hendur – hann er kynlífsleikfang stjörnumerkjanna.

Líkt og leikföngin í náttborðsskúffunni kann sporðdrekinn að fullnægja sjálfum sér, er útsjónasamur, kraftmikill og kann að leika á bólfélagann. Hann getur verið dálítill harðstjóri – og þú mátt búast við að hann leyfi sér að stjórna þér.

Bogamaðurinn

(22. nóvember – 21. desember)

Bogamaðurinn er sjálfsfróun stjörnumerkjanna. Styrkleikar hans og veikleikar felast í sjálfstæði hans og þar af leiðandi viðurkennir hann fúslega þegar hann er betri en þú í einhverju.

Hann er ævintýragjarn heimspekingur og þráir fátt heitar en frelsi. Hann getur átt ótal bólfélaga, en jafnframt eitt heilu vikunum einn með sjálfum sér frekar en að hoppa í rúmið með röngum aðila.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Bleikt
Fyrir 5 dögum

Segir Ellen hafa hlegið þegar starfsmenn voru niðurlægðir – „Maður þurfti að fara með veggjum“

Segir Ellen hafa hlegið þegar starfsmenn voru niðurlægðir – „Maður þurfti að fara með veggjum“
Bleikt
Fyrir 5 dögum

„Ég stend með Ellen“ – Bróðir Ellen DeGeneres kemur systur sinni til varnar

„Ég stend með Ellen“ – Bróðir Ellen DeGeneres kemur systur sinni til varnar
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Sjáðu myndirnar – Stjörnubörnin sem snýtt voru úr nös – Tvífarar foreldra sinna

Sjáðu myndirnar – Stjörnubörnin sem snýtt voru úr nös – Tvífarar foreldra sinna
Bleikt
Fyrir 1 viku

Jessica Simpson fyrirgaf konunni sem misnotaði hana kynferðislega

Jessica Simpson fyrirgaf konunni sem misnotaði hana kynferðislega
Bleikt
Fyrir 1 viku

Segist stunda kynlíf með draug

Segist stunda kynlíf með draug
Bleikt
Fyrir 2 vikum

Spáð í stjörnurnar – Lesið í Tarot Eivøru Pálsdóttur

Spáð í stjörnurnar – Lesið í Tarot Eivøru Pálsdóttur

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.