fbpx
Sunnudagur 05.júlí 2020
Bleikt

Hlutverkaskipting í barneignum fer í taugarnar á Rósu: „Af hverju „nenna“ þeir þessu ekki“

Lady.is
Fimmtudaginn 15. nóvember 2018 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég er femínismi. Mér þykir þar af leiðandi mjög leitt hvernig margir virðast mistúlka hvað það er að vera femínismi. Beisiklí þá snýst femínismi um að berjast fyrir jafnrétti, ekki bara fyrir réttindum kvenna, og þeir sem halda öðru fram hafa einfaldlega ekki kynnt sér nægilega vel hvað femínismi er. Sem femínismi þá vil ég að konur hafi sama rétt og karlmenn, og einnig vil ég að karlmenn hafi sama rétt og konur.

Út frá þessu langar mig að taka smá umræðu um ákveðin atriði sem fara rosalega í taugarnar á mér. Ég vona að ég sé ekki sú eina á þessari skoðun en þetta er eitthvað sem ég heyri ekki marga tala um og ef ég nefni þetta við fólk fæ ég yfirleitt skrítin viðbrögð. En þetta varðar barneignir og hlutverkaskiptingu á heimilum. Og áður en ég byrja vil ég taka það fram að ég veit vel að það eru undantekningar á þessu, eins og öllu öðru, hér er ég bara að tala um meirihlutann.

Konur virðast vera einar um að sýna komandi barni áhuga

Núna sér maður mikið í kringum sig ófrískar konur sem eru yfir sig spenntar að gera allt tilbúið fyrir komandi barn. Það virðist engu skipta hvort þessar konur séu í sambandi eða ekki (jafnvel giftar), þær eru að ákveða og versla allt fyrir barnið einar, með svo rosalega fáum undantekningum að það er sorglegt. Þær velja rúmið, sængurfötin, heimferðafötin, vagninn, leikföng, raða í kommóður og svona gæti ég endalaust haldið áfram. Og svo segja þær: „ég valdi þetta fyrir litla kút“, eða „ég vildi hafa þetta svona“ eða „mig langaði til að hafa þetta“ og svo framvegis.

Eru þær einar að eignast þetta barn? NEI. En samt virðist það enn þá vera þannig að konur séu einar um að sýna þessu einhvern áhuga. Mér finnst að við ættum að vera lengra komin en þetta. Af hverju er karlmönnum alveg sama um það í hvernig rúmi barnið þeirra sefur eða hvaða fötum það fer í heim af spítalanum, en konunum ekki? Af hverju er karlmönnum alveg sama um það hvernig er raðað í kommóðuna hjá barninu á meðan ófrísk konan eyðir heilu kvöldi í að dúlla sér að gera fínt, því hún er svo spennt að fá barnið og vill hafa allt fínt og flott fyrir það?

Finnst eðlilegast að ákvarðanir séu teknar í sameiningu

Mér finnst fullkomlega eðlilegt að konur séu spenntar að fá barnið sitt í heiminn og vilji gera fínt fyrir það og hafa allt tilbúið áður en það kemur. Það sem mér hins vegar finnst óeðlilegt er hvað allt of mörgum karlmönnum virðist vera sama um alla þessa hluti. Ég veit vel að þeir eru nú allflestir spenntir fyrir komu barnsins síns, en af hverju eru þeir ekki að sýna áhugann með því að taka þátt í öllu þessu barnastússi með konunum sínum, eða barnsmæðrum ef fólk er ekki saman? Af hverju „nenna“ þeir þessu ekki, alveg eins og konan nennir þessu, þannig að öll þessi „ég“ geti breyst í „við“?

Einhverjir munu segja að það sé konan sem vilji gera þessa hluti ein, og ég set við það stórt spurningarmerki. Ef þú ert að eignast barn með maka þínum er þá ekki eðlilegast að ákvarðanir varðandi barnið séu teknar í sameiningu? Eru þessar konur þá ekki að taka réttinn af mönnunum sínum og láta þeim líða sem þeirra skoðanir skipti engu máli? Ef það er málið, þá er það alls ekki í lagi heldur. Það að gera tilbúið fyrir komandi barn er hluti af ferlinu og báðir aðilar eiga að fá að upplifa það nákvæmlega jafn mikið!

Samvinna en ekki hjálp

Ég skil bara ekki hvernig það getur verið sanngjarnt eða jafnrétti að konan gangi með barnið, fæði það og gefi því brjóst, og þar að auki ákveði hvern einasta hlut á heimilinu sem við kemur barninu. Ég hugsa að margar ófrískar konur þyki miður hvað mennirnir þeirra virðist lítið spenntir fyrir barninu, þegar þeir eru ekki að sýna neinn áhuga í að gera tilbúið fyrir það. Þetta er atriði sem mér finnst að karlmenn ættu að taka til sín og spyrja sjálfan sig: „af hverju hef ég ekki skoðun á þessum hlutum?“. Og ég vil alls ekki orða það sem svo að þeir eigi að „hjálpa“ konunum sínum með þetta, því mér finnst að þetta eigi að vera SAMEIGINLEGT. Alveg eins og heimilisþrif, eldamennska og uppeldi á börnum. Fólk í samböndum á ekki að vera að „hjálpa hvort öðru“ við þessa hluti, heldur ætti þetta að vera samvinna. Fólk á heimilin sín og börnin sín alveg jafn mikið og þar af leiðandi ætti annar aðilinn ekki að hugsa um hlutina meira en hinn. Bara alls ekki.

En ég held að ég láti þetta duga í bili, ég gæti skrifað margra blaðsíðna ritgerð um þetta málefni, mér verður bara heitt í hamsi þegar ég byrja.

 Færslan er skrifuð af Rósu Soffíu og birtist upphaflega á Lady.is

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 2 dögum

89 ára og var að eignast sitt fjórða barn. 65 ár á milli systkina

89 ára og var að eignast sitt fjórða barn. 65 ár á milli systkina
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Sofia Vergara táraðist yfir þessari áheyrnarprufu. Samdi ljóð til heiðurs látinni systur.

Sofia Vergara táraðist yfir þessari áheyrnarprufu. Samdi ljóð til heiðurs látinni systur.
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Sjáið hvernig Khloe Kardashian hélt upp á 36 ára afmælið sitt

Sjáið hvernig Khloe Kardashian hélt upp á 36 ára afmælið sitt
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Ótrúleg áheyrnaprufa fyrrum Ólympíufara

Ótrúleg áheyrnaprufa fyrrum Ólympíufara
Bleikt
Fyrir 1 viku

Rússneski áhrifavaldurinn búinn að missa 127 kíló og 9000 fylgjendur

Rússneski áhrifavaldurinn búinn að missa 127 kíló og 9000 fylgjendur
Bleikt
Fyrir 1 viku

Drakk tvær vodkaflöskur á dag á meðan hún hugsaði um börnin sín

Drakk tvær vodkaflöskur á dag á meðan hún hugsaði um börnin sín

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.