fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fastir pennar

Ungmennameðferð SÁÁ – Þjónusta SÁÁ fyrir 25 ára og yngri

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 25. nóvember 2021 18:03

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Höfundar greinar: Júlía Guðrún Aspelund lýðheilsufræðingur, Páll Heiðar Jónsson sálfræðingur og Guðmann Magnússon áfengis – og vímuefnaráðgjafi

Ungmenni sem leita sér hjálpar vegna áfengis- og vímuefnaneyslu þurfa að fá meðferð sem þau vilja taka þátt í. Hún þarf að vera hlý og skemmtileg á sama tíma og hún er fagleg og ábyrg. Ungmennateymið hjá SÁÁ hefur haft þetta að leiðarljósi við mótun ungmennameðferðar. Fyrstu skrefin í átt að bata eru oft tekin í Von – Göngudeild SÁÁ þar sem ungmennið ræðir sín mál, byrjar að mynda tengsl við meðferðaraðila og skoðaðir eru hvaða möguleikar standa því til boða.

En hvað tekur svo við ef ungmennið kýs að leggjast inn á Vog? Það fær úthlutað dagsetningu innlagnar og mætir svo um morguninn á settum degi og gefur sig fram við ritara. Sjúkraliði tekur fyrsta viðtalið og fylgir því svo til læknis sem tekur annað viðtal. Að þessu loknu fær ungmennið herbergi og því er úthlutaður áfengis- og vímuefnaráðgjafi sem fylgir þeim eftir út innlögnina. Þegar ungmennið er tilbúið fer það einfaldlega í næsta dagskrálið ungmennadeildar, hvort sem það er fræðsluerindi, hópfundur eða annað.

Ungmennameðferð felur í sér sérhæfð umræðuefni fyrir hvern dag. Þau eru kynnt á fræðsluerindi sem síðan eru rædd á hópfundi og unnin verkefni úr í þar til gerðri ungmennahandbók. Umræðuefnin snúa að hvata til breytinga; framtíðarsýn, lífsgildum og markmiðasetningu; hvernig maður stendur af sér fíkn; þróun og umfangi fíknsjúkóms; bata og bakslagvörnum; og hvernig er hægt að byggja upp ánægjulegt líf án vímuefna. Önnur fræðsla sem ungmenni sitja fjallar um sjálfsvirðingu, tilfinningar, svefn, sjálfshjálp, greiningu fíknsjúkdóms og kynningu á áframhaldandi meðferðarúrræðum.

Í ungmennateymi SÁÁ er þverfaglegur hópur heilbrigðisstétta: Læknir, hjúkrunarfræðingur, sjúkraliði, löggildur áfengis- og vímuefnaráðgjafi, lýðheilsufræðingur og sálfræðingur. Ungmennameðferðin er að mestu aðskilin annarri meðferð á Vogi þar sem fræðsluerindi, verkefnavinna og hópfundir fara fram í sér rými. Samhliða hefðbundinni dagskrá fá ungmennin viðtöl reglulega á meðan innlögn stendur. Á virkum dögum eru haldnir stöðufundir með ungmennahópnum þar sem tækifæri er til markmiðasetningar og að ræða það sem er þeim ofarlega í huga.

Ungmenni hafa nóg fyrir stafni á Vogi, þar er þétt dagskrá yfir daginn en þess á milli gefst þeim tækifæri til að tengjast öðrum sem eru á ungmennadeildinni. Eftir hádegismat fara ungmennin í göngutúr og fyrir kvöldmat í núvitundarslökun í þægilegu slökunarherbergi. Á kvöldin eru svo valkvæðir kynningarfundir sjálfshálparhópa, sjónvarpstími og samvera. Svefnálmurnar þeirra, setustofurnar og sjónvarpsherbergin eru kynjaskipt.

Lengd innlagnar á Vogi er einstaklingsmiðuð en er alla jafna sjö til tíu dagar. Tveggja til fjögurra vikna innlögn á Vík er í boði í framhaldinu. Vík á Kjalarnesi er heimilislegt meðferðarhúsnæði í rólegu og fallegu umhverfi sem er með öllu kynjaskipt. Á Vík koma ungmennin sér upp rútínu og venjum sem auka líkur á bata með útivist, fræðslu og hópfundum. Meðferð á Vogi og Vík líkur ávallt með skriflegri útskriftaráætlun þar sem gerð er áætlun um þær lífstílsbreytingar sem þau tileinka sér þegar heim er komið.

Ungmenni sem vilja ná bata frá fíknsjúkdóm geta mætt eins lengi og þau vilja í U-hóp SÁÁ sem er alla miðvikudaga í Von – Efstaleiti 7 kl. 17. Það þarf ekki að skrá sig heldur er nóg að mæta og allt sem boðið er upp á er ókeypis: Aðra hvora viku er hópfundur og hina vikunar er ýmist einhvers konar afþreying á borð við keilu, paintball og minigolf eða pizza og eitthvað matarkyns.

Á Vogi er enginn biðlisti fyrir ungmenni. Þau fá strax pláss. Að öllu jöfnu komast ungmenni inn á Vog tveimur vikur eftir að sótt er um innlögn. Til að sækja um innlögn á Vogi er nóg að hringja í 530-7600 og ungmenninu er þá úthlutað pláss. Hjá SÁÁ eru ávallt opnar dyr.

Að gera stórtækar breytingar á lífsstíl er krefjandi verkefni. Hætta á bakslagi er talsverð en þá er ómetanlegt að geta gripið hratt og örugglega í taumana og hjálpað ungmenni að halda áfram bataveginn. Biðlisti má ekki vera fyrir ungmenni einmitt vegna þessa. Batalíkur eru góðar og það endurspeglast í miklum fjölda ungmenna sem eru edrú og hafa sameinast fjölskyldunni og samfélaginu á ný.

Fyrirspurnir er gott að senda á saa@saa.is eða hringja í síma 530-7600.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Veröld sem var

Óttar Guðmundsson skrifar: Veröld sem var
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Vandinn við að hafa ekki prinsipp

Þorsteinn Pálsson skrifar: Vandinn við að hafa ekki prinsipp
EyjanFastir pennar
24.03.2024

Björn Jón skrifar: Verðleikar og andverðleikar 

Björn Jón skrifar: Verðleikar og andverðleikar 
EyjanFastir pennar
24.03.2024

Steingerður Steinarsdóttir skrifar: Örlæti andans

Steingerður Steinarsdóttir skrifar: Örlæti andans
EyjanFastir pennar
16.03.2024

Óttar Guðmundsson skrifar: Móðgaða fólkið

Óttar Guðmundsson skrifar: Móðgaða fólkið
EyjanFastir pennar
15.03.2024

Svarthöfði skrifar: Íslenska verði alheimsmál

Svarthöfði skrifar: Íslenska verði alheimsmál
EyjanFastir pennar
09.03.2024

Sigmundur Ernir skrifar: Hvirfilbylur bölmóðsins

Sigmundur Ernir skrifar: Hvirfilbylur bölmóðsins
EyjanFastir pennar
09.03.2024

Óttar Guðmundsson skrifar: Pólitísk ólund

Óttar Guðmundsson skrifar: Pólitísk ólund