Þegar spil þetta er dregið geislar silfraður litur sem segir til um sannleika. Þegar sannleikurinn er talaður ljómar hann og glitrar fallega.
Þú hefur gefið umhverfi þínu skýlaus skilaboð og ert að sama skapi frjáls frá vantrausti og takmörkunum.
Þér er eðlislægt að sýna kærleika í verki. Á þessu stigi hefur þú náð að uppfylla óskir þínar og kýst um þessar mundir að njóta stundarinnar meðal annarra.
Umhyggja, heiðarleiki og jákvætt viðhorf til lífsins lýsir þér best þar sem ást, vinátta, góður félagsskapur og notalegt umhverfi eflir þig á allan hátt.
Hátíðahöld eru framundan. Veisluhöldin tengjast skyldfólki þínu á einhvern hátt og vinir þínir og félagar koma fyrr en síðar saman og fagna með þér í góðu yfirlæti.
Gleðin er hljómurinn sem bergmálar í kringum þig á sama tíma og mannleg samskipti veita þér mikla gleði og færa sjálfið á hærra stig.