fbpx
Miðvikudagur 27.ágúst 2025
433Sport

Telja þetta vera spillingu í sinni tærustu mynd – Mjög umdeildur sjónvarpssamningur

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 17. apríl 2025 09:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjónvarpssamningur vegna Heimsmeistaramóts félagsliða hefur vakið athygli og þá sérstaklega í Bretlandi.

Enginn áhugi var á því að kaupa mótið sem fram fer í Bandaríkjunum í sumar, Sky, BBC og fleiri höfðu engan áhuga á að borga fyrir mótið.

ITV bauðst til að taka mótið en vildi ekki borga krónu fyrir réttinn á því, var þetta áfall fyrir FIFA sem er að setja púður í keppnina.

Málið var tekið fyrir í hlaðvarpinu, Upshot.

DAZN sem er öflug streymisveita mætti þá og bauð 1 milljarð dollara í réttinn í Englandi, vakti þetta nokkra athygli.

Nokkrum dögum áður hafði DAZN fengið milljarð dollara frá ríkisstjórn Sádí Arabíu, er þetta sagt tengjast sterkum böndum.

Þegar FIFA hafði samþykkt tilboð DAZN með peningum frá Sádí Arabíu var leiðin greið, því nokkrum dögum síðar var svo staðfest að Heimsmeistaramótið árið 2034 fer fram í Sádí Arabíu.

Telja margir að Sádarnir hafi keypt sér atkvæði og mótið með því að dæla peningum í Heimsmeistaramót félagsliða sem er umdeilt mót og hefur hingað til ekki kveikt áhuga hjá fólki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Nýr landsliðshópur Arnars opinberaður: Guðjohnsen bræður í hóp – Gísli Gottskálk valinn í fyrsta sinn

Nýr landsliðshópur Arnars opinberaður: Guðjohnsen bræður í hóp – Gísli Gottskálk valinn í fyrsta sinn
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Lögreglumaður skellir fram sleggju – Segir nokkra leikmenn í enska boltanum stunda veðmálasvindl

Lögreglumaður skellir fram sleggju – Segir nokkra leikmenn í enska boltanum stunda veðmálasvindl
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Komast upp með innbrot þar sem þeir tóku muni fyrir 166 milljónir

Komast upp með innbrot þar sem þeir tóku muni fyrir 166 milljónir
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Tveir risar vilja fá Kobbie Mainoo á næstu dögum

Tveir risar vilja fá Kobbie Mainoo á næstu dögum
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Stefnir í að fyrrum leikmaður United verði liðsfélagi Alberts

Stefnir í að fyrrum leikmaður United verði liðsfélagi Alberts
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Þrír létust í skelfilegu slysi – Þekktur maður þar á meðal

Þrír létust í skelfilegu slysi – Þekktur maður þar á meðal