fbpx
Fimmtudagur 28.ágúst 2025
433Sport

Kristján sakar Hallgrím um að týna ítrekað til afsakanir – „Þeir eiga ekki breik“

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 14. apríl 2025 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er óhætt að segja að sparkspekingurinn Kristján Óli Sigurðsson hafi ekki verið hrifinn af liði KA í leiknum gegn Víkingi í Bestu deild karla í gær.

Víkingur vann þægilegan 4-0 sigur í leiknum og er KA með 1 stig eftir fyrstu tvo leiki deildarinnar.

Hallgrímur Jónasson þjálfari KA var þó ekki of neikvæður er varðaði spilamennsku hans manna í gær.

„Hallgrímur fór í afsakanaleikinn eftir leik í að ég held 900. skiptið. Þeir hafi spilað ágætlega úti á vellinum og blabla. Þeim var pakkað saman og eiga ekki breik í þessi bestu lið á Íslandi í dag,“ segir Kristján Óli hins vegar í Þungavigtinni.

Talið er að Marcel Römer, fyrirliði Lyngby, sé á leið í KA en Kristján segir að það þurfi meira til.

„Þeir eru að fá fyrirliða Lyngby. Ég held þeir þyrftu að fá fyrirliða FCK, Bröndby og Nordsjælland líka til að eiga eitthvað erindi í þessa deild.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Algjör niðurlæging Manchester United – Grimsby henti þeim úr leik

Algjör niðurlæging Manchester United – Grimsby henti þeim úr leik
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Brottför Mainoo vel möguleg miðað við nýjustu fréttir

Brottför Mainoo vel möguleg miðað við nýjustu fréttir
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Erfitt val bíður Arnars – „Ég ætla ekki að væla yfir því“

Erfitt val bíður Arnars – „Ég ætla ekki að væla yfir því“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Svona er hópur U-21 árs liðsins sem hefur undankeppni EM

Svona er hópur U-21 árs liðsins sem hefur undankeppni EM
433Sport
Í gær

Nýr landsliðshópur Arnars opinberaður: Guðjohnsen bræður í hóp – Gísli Gottskálk valinn í fyrsta sinn

Nýr landsliðshópur Arnars opinberaður: Guðjohnsen bræður í hóp – Gísli Gottskálk valinn í fyrsta sinn
433Sport
Í gær

Lögreglumaður skellir fram sleggju – Segir nokkra leikmenn í enska boltanum stunda veðmálasvindl

Lögreglumaður skellir fram sleggju – Segir nokkra leikmenn í enska boltanum stunda veðmálasvindl