fbpx
Laugardagur 20.september 2025
Matur

Brauðterta með ostasalati

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 10. apríl 2025 12:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hér sameinast eitthvað það besta og vinsælasta á veisluborðum, brauðtertan og ostasalatið og útkoman er stórkostleg. Það er um að gera að nota þá osta sem ykkur þykja bestir, en í þessari uppskrift fær Dala Camembert að njóta sín ásamt kryddostum. Það er líka gaman að bera þessa tertu fram fyrir grænmetisætur þar sem hún inniheldur ekkert kjöt eða fisk eins og algengt er með brauðtertur.

Uppskrift er frá Gott í matinn, höfundur Helena Gunnarsdóttir.

Innihald

Einn skammtur

  • 2 stk. – rúllutertubrauð eða 1 hefðbundið brauðtertubrauð
  • 2 stk. – Dala Camembert
  • 1 stk. – hvítlauksostur frá MS
  • 1 stk. – piparostur frá MS
  • 1 stk. – græn paprika
  • 1 stk. – stór rauðlaukur
  • 20-30 – rauð eða græn vínber
  • góð handfylli fersk steinselja
  • 3 dósir – sýrður rjómi 18%
  • 2 dl – majónes
  • Spírur, graslaukur, rauðlaukur, tómatar og steinselja til skrauts

Skref 1

  • Látið brauðtertubrauðið þiðna við stofuhita á meðan þið gerið salatið.
  • Skerið ostana, grænmetið og vínberið í mjög smáa bita, saxið steinseljuna.
  • Blandið þessu öllu saman við 2 dósir af sýrðum rjóma og 1 dl majones (geymið eina dós af sýrðan rjóma og 1 dl majónes til að smyrja utan á tertuna).

Skref 2

  • Ef þið viljið gera hringlaga brauðtertu eru skornir fjórir jafnir hringir úr rúllutertu-brauðinu. Ég nota botn á tertuformi til viðmiðunar.
  • Leggið brauðið á disk og smyrjið ostasalatinu jafnt á þannig að þið fáið þrjár hæðir af salatinu.
  • Leggið að lokum brauð efst.

Skref 3

  • Hrærið saman 1 dl af majónesi við eina dós af sýrðum rjóma og smyrjið vel yfir tertuna og niður allar hliðar.
  • Tertan geymist vel í ísskáp í sólarhring.
  • Skreytið tertuna að vild og berið fram.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
07.05.2025

Svona er matarbúrið hjá einni þekktustu konu heims – Eins og lítil verslun þar sem enginn draslar til

Svona er matarbúrið hjá einni þekktustu konu heims – Eins og lítil verslun þar sem enginn draslar til
Matur
29.04.2025

Uppáhalds matur barnæskunnar – „Ég skammast mín smá fyrir að segja þetta en það var kallað rónabrauð“

Uppáhalds matur barnæskunnar – „Ég skammast mín smá fyrir að segja þetta en það var kallað rónabrauð“
Matur
03.03.2025

Elenora Rós er orðlaus yfir viðtökunum – „Mikið ofboðslega er ég lánsöm lítil kona“

Elenora Rós er orðlaus yfir viðtökunum – „Mikið ofboðslega er ég lánsöm lítil kona“
Matur
27.02.2025

Bolluuppskrift hlaupadrottningarinnar – „Þessi fylling var himnesk“

Bolluuppskrift hlaupadrottningarinnar – „Þessi fylling var himnesk“
Matur
15.12.2024

Hvað er í jólamatinn á Norðurlöndunum? Fjölbreytni og hefðir ráða ríkjum

Hvað er í jólamatinn á Norðurlöndunum? Fjölbreytni og hefðir ráða ríkjum
Matur
17.11.2024

Að tala við „Lækninn í eldhúsinu“ er eins og að eiga samtal við uppskriftabók

Að tala við „Lækninn í eldhúsinu“ er eins og að eiga samtal við uppskriftabók
Matur
10.09.2024

Segir að máltíð dagsins á Subway hafi hækkað um 100% – Hagnaður í fyrra 128 milljónir

Segir að máltíð dagsins á Subway hafi hækkað um 100% – Hagnaður í fyrra 128 milljónir
Matur
02.09.2024

Vonsvikin með viðbragðstíma Wolt og vældi í netverjum – Viðbrögðin líklega meiri vonbrigði

Vonsvikin með viðbragðstíma Wolt og vældi í netverjum – Viðbrögðin líklega meiri vonbrigði