fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
433Sport

Þungur dómur sem Aron fékk í gær vekur reiði hjá sumum – „Hafa ekki viljað láta bendla sig við kynþáttafordóma lengur“

433
Miðvikudaginn 9. apríl 2025 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það vakti nokkra furðu að Aron Sigurðarson fyrirliði KR var dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að keyra inn í Andra Fannar Stefánsson leikmann KA.

Atvikið átti sér stað í leik liðanna á sunnudag en Aron fékk tveggja leikja bann frá aganefnd KSÍ í gær.

Rætt var um málið í Þungavigtinni í dag. „Mér þykir það, ef ég væri Óskar Hrafn núna þá myndi sjóða á mér. Hvað er í skýrslu dómarans, það var eitthvað ritað í hana sem verður til þess að aganefndin dæmir svona,“ sagði Kristján Óli Sigurðsson.

Kristján segir ekkert samræmi í dómum aganefndar og hefur lengi haldið því fram. „Samræðið hjá þessari aganefnd er aldrei neitt. Aron var skömmustulegur og virtist ekki segja neitt.“

„Aganefndin sjálf ætti að fara í ótímabundið bann, ég verð að auglýsa eftir því að Þorvaldur Örlygsson taki þarna til og stokki upp.“

Mikael Nikulásson fyrrum þjálfari KFA telur aganefndina hafa viljað þurrka af sér stimpil sem sumir hafa viljað klína á þá. „Ég held að aganefndin hafi ekki viljað láta bendla sig við kynþáttafordóma lengur. Guðmundur Kristjánsson fékk í fyrra einn leik í bann fyrir að bomba leikmann FH í andlitið.“

„Þetta er galið tveggja leikja bann, það er eins og stjórn FH sé að ákveða þessa refsingu sem mæta þeim í þriðju umferð. Ég hef séð 300 sinnum ljótari brot í þessari deild þar sem menn fá einn leik.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Spenntur fyrir kvöldinu: Mætir goðsögninni í mikilvægum leik – ,,Sendi mér skilaboð og hvatti okkur áfram“

Spenntur fyrir kvöldinu: Mætir goðsögninni í mikilvægum leik – ,,Sendi mér skilaboð og hvatti okkur áfram“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Þrjú félög vilja Grealish – City búið að skella verðmiða á hann

Þrjú félög vilja Grealish – City búið að skella verðmiða á hann
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Lögreglan á Spáni tjáir sig um rannsókn málsins – „Bendir allt til þess að ökutækið hafi verið á töluvert meiri hraða en leyfður er“

Lögreglan á Spáni tjáir sig um rannsókn málsins – „Bendir allt til þess að ökutækið hafi verið á töluvert meiri hraða en leyfður er“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Leita sér að nýju heimili til að byrja nýtt líf – Fær fyrirgefningu og útiloka ekki fimmta barnið

Leita sér að nýju heimili til að byrja nýtt líf – Fær fyrirgefningu og útiloka ekki fimmta barnið
433Sport
Í gær

Elanga keyptur fyrir 55 milljónir

Elanga keyptur fyrir 55 milljónir
433Sport
Í gær

Palmer viðurkennir erfiðleika – ,,Hann er alltaf til staðar fyrir mig“

Palmer viðurkennir erfiðleika – ,,Hann er alltaf til staðar fyrir mig“